Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. apríl 2025 07:50 Markaðir í Asíu fundu rækilega fyrir tollum Trump og féllu bréf víða. Getty Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum. Tæknigeirinn fann rækilega fyrir aðgerðum Trump sem setti þrjátíu prósent tolla á bæði Kína og Tævan. Álögur á kínverskan innflutning til Bandaríkjanna eru því orðnar 54 prósent. Þá setti Trump 46 prósent toll á Víetnam, 26 prósent á Indland, 25 prósent á Suður-Kóreu, 24 prósent á Japan og tíu prósent á Ástralíu. „Virkt skatthlutfall Bandaríkjanna á allan innflutning virðist vera það hæsta í meira en öld,“ sagði Ben Wiltshire, viðskiptasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Citigroup. Peningurinn losaður og settur í gull Framvirk viðskipti með bréf Nasdaq féllu um fjögur prósent og markaðsvirði tæknirisanna (Apple, Microsoft, Amazon, Alphabet, Meta, Nvidia, og Tesla) sjö lækkaði um 760 milljarða dala (um 99 þúsund milljarða króna). Hlutabréf í Apple lækkuðu um tæplega sjö prósent en gullkálfur fyrirtækisins, iPhone-síminn, er framleiddur í Kína. Framvirk viðskipti með S&P 500 féllu um 3,3 prósent, FTSE um 1,8 prósent, meðan framvirk viðskipti í bréfum evrópskra fyrirtækja féllu um nærri tvö prósent. Verð á gulli hækkaði á sama tíma skarpt og er í sögulegum hæðum en olía lækkaði um meira en þrjú prósent. Nikkei-vísitalan féll um 3,9 prósent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Bréf í nánast öllum 225 fyrirtækjunum féllu. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um tvö prósent, VanEck Víetnam ETF-vísitalan féll um meira en átta prósent og áströlsk bréf féllu um tvö prósent. Vænta efnahagslegrar lægðar Bandaríkjadalur styrkti sig gegn flestum asískum myntum nema japanska jeninu. Búist er við að tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt sem gæti leitt til mikilla verðhækkana. „Tollskrártaxtarnir sem voru afhjúpaðir í morgun eru mun hærri en vænst var til. Ef það verður ekki samið skjótlega um lækkun þeirra munu væntingar eftir bandarískri efnahagslægð aukast gífurlega,“ sagði Tony Sycamore, greinandi hjá IG. Útlitið hjá evrópskum mörkuðum er heldur ekki gott og féll kauphöll Lundúna þegar hún opnaði í morgun. FTSE 100-vísitalan féll um rúmlega 1,4 prósent. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Víetnam Japan Apple Amazon Tesla Meta Microsoft Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Tæknigeirinn fann rækilega fyrir aðgerðum Trump sem setti þrjátíu prósent tolla á bæði Kína og Tævan. Álögur á kínverskan innflutning til Bandaríkjanna eru því orðnar 54 prósent. Þá setti Trump 46 prósent toll á Víetnam, 26 prósent á Indland, 25 prósent á Suður-Kóreu, 24 prósent á Japan og tíu prósent á Ástralíu. „Virkt skatthlutfall Bandaríkjanna á allan innflutning virðist vera það hæsta í meira en öld,“ sagði Ben Wiltshire, viðskiptasérfræðingur hjá fjárfestingarbankanum Citigroup. Peningurinn losaður og settur í gull Framvirk viðskipti með bréf Nasdaq féllu um fjögur prósent og markaðsvirði tæknirisanna (Apple, Microsoft, Amazon, Alphabet, Meta, Nvidia, og Tesla) sjö lækkaði um 760 milljarða dala (um 99 þúsund milljarða króna). Hlutabréf í Apple lækkuðu um tæplega sjö prósent en gullkálfur fyrirtækisins, iPhone-síminn, er framleiddur í Kína. Framvirk viðskipti með S&P 500 féllu um 3,3 prósent, FTSE um 1,8 prósent, meðan framvirk viðskipti í bréfum evrópskra fyrirtækja féllu um nærri tvö prósent. Verð á gulli hækkaði á sama tíma skarpt og er í sögulegum hæðum en olía lækkaði um meira en þrjú prósent. Nikkei-vísitalan féll um 3,9 prósent og hefur ekki verið lægri í átta mánuði. Bréf í nánast öllum 225 fyrirtækjunum féllu. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um tvö prósent, VanEck Víetnam ETF-vísitalan féll um meira en átta prósent og áströlsk bréf féllu um tvö prósent. Vænta efnahagslegrar lægðar Bandaríkjadalur styrkti sig gegn flestum asískum myntum nema japanska jeninu. Búist er við að tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt sem gæti leitt til mikilla verðhækkana. „Tollskrártaxtarnir sem voru afhjúpaðir í morgun eru mun hærri en vænst var til. Ef það verður ekki samið skjótlega um lækkun þeirra munu væntingar eftir bandarískri efnahagslægð aukast gífurlega,“ sagði Tony Sycamore, greinandi hjá IG. Útlitið hjá evrópskum mörkuðum er heldur ekki gott og féll kauphöll Lundúna þegar hún opnaði í morgun. FTSE 100-vísitalan féll um rúmlega 1,4 prósent.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Víetnam Japan Apple Amazon Tesla Meta Microsoft Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent