Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enzo Fernandez fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Chelsea í kvöld.
Enzo Fernandez fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Chelsea í kvöld. Getty/Crystal Pix

Chelsea komst í kvöld upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Tottenham í nágrannaslag á Brúnni.

Chelsea missti Manchester City og Newcastle upp fyrir sig í gærkvöldi en endurheimti Meistaradeildarsætið með þessum 1-0 sigri á Spurs í kvöld.

Það gekk annars mikið á í leiknum og bæði lið létu vel finna fyrir sér. Chelsea spilaði mun betri fótbolta en Tottenham menn gáfu ekkert eftir í baráttunni.

Chelsea fór illa með nokkur færi í fyrri hálfleiknum en komst síðan yfir eftir frábæra byrjun á seinni hálfleiknum.

Markið skoraði fyrirliðinn Enzo Fernández með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Cole Palmer. Palmer var ekki búinn að leggja upp mark í langan tíma og þetta var því kærkomin stoðsending fyrir hann.

Mark var dæmt af báðum liðum seinna í hálfleiknum eftir að Varsjáin tók sér langa tíma í að útskurða um þau.

Fyrst hélt Moisés Caicedo að hann hefði komið Chelsea í 2-0 og svo var Pape Sarr dæmdur brotlegur áður þegar hann hélt að hann væri að jafna metin í 1-1.

Varskáin dæmdi rangstöðu á liðsfélaga Caicedo í aðdraganda marksins en það var mjög tæpt.

Craig Pawson dæmdi síðan sjálfur brot á Sarr eftir að hafa skoðað atvikið lengi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira