Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. apríl 2025 21:15 Breiðablik skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og sigldi sigrinum síðan örugglega í höfn. vísir / diego Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-0 sigur gegn Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildar karla. Afturelding var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og fékk það erfiða verkefni að mæta Íslandsmeisturunum á útivelli. Ljóst var frá fyrstu mínútu að munnbitinn væri of stór fyrir mennina úr Mosfellsbænum að kyngja. Breiðablik var næstum því búið að skora í fyrstu sókn, en bakvörðurinn Georg Bjarnason renndi sér fyrir boltann og bjargaði á línu. Stressið var sjáanlegt á gestunum og eftir sjö mínútna leik gerði Bjartur Bjarmi klaufaleg mistök þegar hann braut á Valgeiri Valgeirssyni í vítateignum. Valgeir Valgeirsson fiskaði víti, alveg eins og í Meistaraleiknum um síðustu helgi. vísir / diego Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. vísir / diego Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Jökli Andréssyni, sem var næstum því búinn að gefa annað mark með slakri sendingu, en skot Tobias Thomsen skoppaði af stönginni og út. Danski framherjinn var hittnari með höfðinu og skoraði gott skallamark á 33. mínútu þegar hann stýrði frábærri fyrirgjöf Viktors Karls í fjærhornið. Breiðablik fór því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, en hefði hæglega getað verið búið að skora fleiri mörk og hefði mögulega átt að fá annað víti sem var ekki dæmt. Aftur á móti hafði Afturelding ekkert ógnað, fyrir utan einn skalla sem skoppaði ofan á slánni og skapaði smá hættu í teignum rétt fyrir hálfleik. Hættulegasta færi Aftureldingar kom upp úr föstu leikatriði og skalla sem skoppaði af slánni. vísir / diego Anton Ari lenti í vandræðum en Blikar náðu á endanum að leysa úr því. vísir / diego Seinni hálfleikur fór fram með svipuðum hætti og sá fyrri, en tiltal þjálfarans í hálfleik hleypti örlítilli trú í Aftureldingu og liðið var ekki eins taugaóstyrkt þegar það mætti aftur út á völl. Mistökunum fækkaði og þó Blikarnir hafi áfram verið mun betri og meira ógnandi þá þurftu þeir að hafa meira fyrir því að skapa sér færi. Sömuleiðis má reyndar segja að Blikar hafi alls ekki sóst eftir mörkum af sömu ákefð í seinni hálfleik. Spilamennska liðsins var frekar róleg, forystan vel varin og engar óþarfa áhættur teknar. Breiðablik kom boltanum reyndar í netið á sjötugustu mínútu, en markið var réttilega dæmt af eftir að Tobias Thomsen braut á varnarmanni. Afturelding steig aðeins ofar síðustu mínúturnar og reyndi að minnka muninn, en varð ekki erindi sem erfiði. Anton Ari stóð í vegi fyrir skotunum tveimur sem rötuðu á markið og leiknum lauk með 2-0 Breiðablikssigri. Anton Ari þurfti aðeins að hafa sig við síðustu mínúturnar en markið hélst hreint. vísir / diego Þrjú stig í hús!vísir / diego Viðtöl Dómarar [7] Ívar Orri Kristjánsson dæmdi opnunarleikinn og aðstoðardómarar voru Birkir Sigurðsson og Gylfi Már Sigurðsson. Gunnar Freyr Róbertsson var fjórði dómari. Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025vísir / diego Stórt spurningamerki má setja við vítið sem Afturelding slapp við að fá á sig í fyrri hálfleik, þegar Sigurpáll Melberg togaði augljóslega í treyju Óla Vals Ómarssonar sem var sloppinn einn í gegn. Að öðru leiti nokkuð vel dæmt, ekkert annað stórt sem situr eftir og tvær góðar ákvarðanir teknar. Markið réttilega tekið af Blikum, vel séð. Einnig vel séð þegar aukaspyrna á vítateigslínunni var dæmd, þegar Blikar vildu meina að brotið hafi verið inni í teig. Stjörnur og skúrkar Líklega verið erfitt að velja á milli en Tobias Thomsen var valinn maður leiksins af Breiðablik. Margir aðrir sem gerðu tilkall til þess, allt liðið eiginlega. Óli Valur og Aron Bjarnason einstaklega sprækir á köntunum. Höskuldur með mark og stýrði miðjunni, liðinu öllu jafnvel, eins og herforingi. Markið hélst síðan hreint þökk sé góðri vörslu Antons Ara á lokamínútunum. Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025vísir / diego Stjörnurnar skinu ekki eins skært hjá gestunum. Elmar Kári Gogic var þeirra hættulegasti maður þegar hann kom inn af bekknum. Skúrkur dagsins er Bjartur Bjarmi, sem gaf víti eftir sjö mínútur og var næstum því búinn að gefa annað. Bjartur Bjarmi braut á Valgeiri Valgeirssyni. Halldór Árnason: Góð stjórn og fullt af færum sem hefði mátt nýta en ánægður með sigur Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025vísir / diego „Höfum góða stjórn og sköpum fullt af færum í fyrri hálfleik, hefðum getað verið búnir að ganga frá leiknum og hefðum auðvitað átt að gera það. Mikið hrós á liðið að skapa sér öll þessi færi en að sama skapi hrós á Aftureldingu fyrir að kasta sér fyrir allt, mikið hjarta í því sem þeir gerðu og vel verðugur andstæðingur en bara góð frammistaða og ánægður með sigurinn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. Ertu ósáttur við að stúta hreinlega ekki leiknum í fyrri hálfleik? „Það hefði verið voða þægilegt, en neinei, ekkert ósáttur við það. Þeir gerðu vel, voru að kasta sér fyrir og Jökull í markinu varði skot. Maður bara ber virðingu fyrir því, en auðvitað viljum við nýta færin betur og hefðum getað gert það… Þeir ná síðan aðeins í lokin, með löngum boltum og löngum innköstum, að setja okkur undir smá pressu. Gerðu það gríðarlega vel og við, svona síðustu tíu mínúturnar, þurftum að hafa aðeins fyrir því að verja markið okkar“ svaraði Halldór. Besta deild karla Breiðablik Afturelding
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-0 sigur gegn Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildar karla. Afturelding var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og fékk það erfiða verkefni að mæta Íslandsmeisturunum á útivelli. Ljóst var frá fyrstu mínútu að munnbitinn væri of stór fyrir mennina úr Mosfellsbænum að kyngja. Breiðablik var næstum því búið að skora í fyrstu sókn, en bakvörðurinn Georg Bjarnason renndi sér fyrir boltann og bjargaði á línu. Stressið var sjáanlegt á gestunum og eftir sjö mínútna leik gerði Bjartur Bjarmi klaufaleg mistök þegar hann braut á Valgeiri Valgeirssyni í vítateignum. Valgeir Valgeirsson fiskaði víti, alveg eins og í Meistaraleiknum um síðustu helgi. vísir / diego Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. vísir / diego Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Jökli Andréssyni, sem var næstum því búinn að gefa annað mark með slakri sendingu, en skot Tobias Thomsen skoppaði af stönginni og út. Danski framherjinn var hittnari með höfðinu og skoraði gott skallamark á 33. mínútu þegar hann stýrði frábærri fyrirgjöf Viktors Karls í fjærhornið. Breiðablik fór því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, en hefði hæglega getað verið búið að skora fleiri mörk og hefði mögulega átt að fá annað víti sem var ekki dæmt. Aftur á móti hafði Afturelding ekkert ógnað, fyrir utan einn skalla sem skoppaði ofan á slánni og skapaði smá hættu í teignum rétt fyrir hálfleik. Hættulegasta færi Aftureldingar kom upp úr föstu leikatriði og skalla sem skoppaði af slánni. vísir / diego Anton Ari lenti í vandræðum en Blikar náðu á endanum að leysa úr því. vísir / diego Seinni hálfleikur fór fram með svipuðum hætti og sá fyrri, en tiltal þjálfarans í hálfleik hleypti örlítilli trú í Aftureldingu og liðið var ekki eins taugaóstyrkt þegar það mætti aftur út á völl. Mistökunum fækkaði og þó Blikarnir hafi áfram verið mun betri og meira ógnandi þá þurftu þeir að hafa meira fyrir því að skapa sér færi. Sömuleiðis má reyndar segja að Blikar hafi alls ekki sóst eftir mörkum af sömu ákefð í seinni hálfleik. Spilamennska liðsins var frekar róleg, forystan vel varin og engar óþarfa áhættur teknar. Breiðablik kom boltanum reyndar í netið á sjötugustu mínútu, en markið var réttilega dæmt af eftir að Tobias Thomsen braut á varnarmanni. Afturelding steig aðeins ofar síðustu mínúturnar og reyndi að minnka muninn, en varð ekki erindi sem erfiði. Anton Ari stóð í vegi fyrir skotunum tveimur sem rötuðu á markið og leiknum lauk með 2-0 Breiðablikssigri. Anton Ari þurfti aðeins að hafa sig við síðustu mínúturnar en markið hélst hreint. vísir / diego Þrjú stig í hús!vísir / diego Viðtöl Dómarar [7] Ívar Orri Kristjánsson dæmdi opnunarleikinn og aðstoðardómarar voru Birkir Sigurðsson og Gylfi Már Sigurðsson. Gunnar Freyr Róbertsson var fjórði dómari. Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025vísir / diego Stórt spurningamerki má setja við vítið sem Afturelding slapp við að fá á sig í fyrri hálfleik, þegar Sigurpáll Melberg togaði augljóslega í treyju Óla Vals Ómarssonar sem var sloppinn einn í gegn. Að öðru leiti nokkuð vel dæmt, ekkert annað stórt sem situr eftir og tvær góðar ákvarðanir teknar. Markið réttilega tekið af Blikum, vel séð. Einnig vel séð þegar aukaspyrna á vítateigslínunni var dæmd, þegar Blikar vildu meina að brotið hafi verið inni í teig. Stjörnur og skúrkar Líklega verið erfitt að velja á milli en Tobias Thomsen var valinn maður leiksins af Breiðablik. Margir aðrir sem gerðu tilkall til þess, allt liðið eiginlega. Óli Valur og Aron Bjarnason einstaklega sprækir á köntunum. Höskuldur með mark og stýrði miðjunni, liðinu öllu jafnvel, eins og herforingi. Markið hélst síðan hreint þökk sé góðri vörslu Antons Ara á lokamínútunum. Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025vísir / diego Stjörnurnar skinu ekki eins skært hjá gestunum. Elmar Kári Gogic var þeirra hættulegasti maður þegar hann kom inn af bekknum. Skúrkur dagsins er Bjartur Bjarmi, sem gaf víti eftir sjö mínútur og var næstum því búinn að gefa annað. Bjartur Bjarmi braut á Valgeiri Valgeirssyni. Halldór Árnason: Góð stjórn og fullt af færum sem hefði mátt nýta en ánægður með sigur Breiðablik - Afturelding Besta Deild Karla Vor 2025vísir / diego „Höfum góða stjórn og sköpum fullt af færum í fyrri hálfleik, hefðum getað verið búnir að ganga frá leiknum og hefðum auðvitað átt að gera það. Mikið hrós á liðið að skapa sér öll þessi færi en að sama skapi hrós á Aftureldingu fyrir að kasta sér fyrir allt, mikið hjarta í því sem þeir gerðu og vel verðugur andstæðingur en bara góð frammistaða og ánægður með sigurinn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. Ertu ósáttur við að stúta hreinlega ekki leiknum í fyrri hálfleik? „Það hefði verið voða þægilegt, en neinei, ekkert ósáttur við það. Þeir gerðu vel, voru að kasta sér fyrir og Jökull í markinu varði skot. Maður bara ber virðingu fyrir því, en auðvitað viljum við nýta færin betur og hefðum getað gert það… Þeir ná síðan aðeins í lokin, með löngum boltum og löngum innköstum, að setja okkur undir smá pressu. Gerðu það gríðarlega vel og við, svona síðustu tíu mínúturnar, þurftum að hafa aðeins fyrir því að verja markið okkar“ svaraði Halldór.
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn