Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 16:41 F-Type-bíll fyrir utan Jaguar-umboð í Littleton í Kóloradó. Jaguar Land Rover hefur gert tímabundið hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna. AP Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag. „Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Högg fyrir iðnað í veseni Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar. Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning. „Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila. Bílar Skattar og tollar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag. „Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Högg fyrir iðnað í veseni Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar. Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning. „Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila.
Bílar Skattar og tollar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verðfall á Wall Street Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs tók góða dýfu niður á við þegar markaðir opnuðu þar í dag. Er það eftir mjög slæman gærdag og í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu fyrr í dag að þann 10. apríl yrði settur 34 prósenta tollur á allan innflutning frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2025 14:32