Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Barnavernd Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fangelsisvist er ekki einungis áfall fyrir þann sem brýtur af sér, heldur hefur hún áhrif á fjölskyldur viðkomandi, einkum börnin. Hér á Íslandi erum við farin að sjá ákveðna þróun sem kallar á brýn inngrip, þriðju kynslóðina sem fer inn í fangelsi. Það er sorgleg staðreynd að börn fanga eru í meiri hættu en önnur börn á að lenda í afbrotum sjálf. Afstaða, samtök sem starfa í þágu fanga og fjölskyldna þeirra, hefur því sett sér það markmið að rjúfa þennan vítahring með því að bjóða foreldrum í fangelsi upp á fræðslu og stuðningsúrræði sem geta dregið úr líkum á að börnin þeirra lendi sömu leið. Hvað segja rannsóknirnar? Rannsóknir sýna að börn foreldra sem hafa setið í fangelsi eiga í meiri hættu á að lenda í félagslegum og sálrænum erfiðleikum. Ástæður fyrir þessu eru margþættar, félagsleg einangrun, skortur á stuðningi, einelti og minni fjárhagslegt öryggi eru nokkur dæmi um þá áhættuþætti sem fylgja. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á þá erfiðleika sem oft fylgja því að eiga foreldra í fangelsi; þeir glíma gjarnan við tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og óöryggi sem getur þróast í langvarandi vanda. Afleiðingin er sú að börn sem upplifa slíkan bakgrunn eiga oft á hættu að lenda sjálf í vítahring afbrota og refsinga. Úrræði fyrir foreldra í fangelsi Afstaða stefnir á að bjóða upp á námskeið fyrir foreldra í fangelsum í haust þar sem megináhersla verður lögð á að kynna úrræði sem eru til staðar fyrir fjölskyldur þeirra. Meðal annars verður fjallað um stuðningsnet, sálfræðiráðgjöf, snemmtæka íhlutun og ýmis forvarnarúrræði sem hafa sýnt góðan árangur erlendis og hér heima við að rjúfa þennan neikvæða vítahring. Með þessu vonast Afstaða til að styrkja foreldra í því að hlúa að börnum sínum, þrátt fyrir þau takmörk sem fangelsisvist setur. Fyrir foreldra í fangelsi getur verið mikill léttir að vita af úrræðum sem geta styrkt tengsl þeirra við börnin og stuðlað að heilbrigðri uppbyggingu þeirra. Þessar aðgerðir geta verið hvað áhrifaríkastar þegar um er að ræða inngrip snemma á lífsleið barnsins, sem getur dregið verulega úr líkum á félagslegum vandamálum og afbrotum í framtíðinni. Að byggja upp stuðningskerfi fyrir fjölskyldur Í samfélagi okkar er mikilvægt að móta samfélagslegar aðgerðir sem miða að því að rjúfa vítahring afbrota og styðja fjölskyldur þeirra sem lenda í fangelsi. Afstaða leggur áherslu á að foreldrar í fangelsi fái bæði fræðslu og stuðning til að styðja börn sín betur og bjóða þeim heilbrigðan stuðning. Þetta er mikilvægt fyrirkomulag sem hefur ekki einungis jákvæð áhrif á börn fanga heldur einnig á samfélagið allt. Rannsóknir hafa sýnt að þegar fangar fá stuðning og leiðsögn til að halda sambandi við fjölskyldu sína og börn meðan á fangelsisvist stendur, aukast líkur á farsælli samfélagsaðlögun og minni endurkomu í fangelsi. Með því að styrkja tengsl foreldra og barna í gegnum námskeið og stuðningskerfi skapar Afstaða samfélagslega ávinning sem nær langt út fyrir fangelsismúrana. Slík fræðsla getur stuðlað að jákvæðri þróun innan réttarkerfisins þar sem samfélagsaðlögun, samstaða og stuðningur er í fyrirrúmi. Börn eiga rétt á því að eiga tækifæri til að vaxa og þroskast án þeirrar áhættu sem fylgir því að eiga foreldra í fangelsi. Um leið hvetur Afstaða stjórnvöld um að ráðinn verði sérstakur barnafulltrúi í öll fangelsi landsins til aðstoða fólki í afplánun sem eiga börn en það er einmitt það sem norðurlöndin gera og hefur einnig verið hvatt til af Umboðsmanni Barna fyrir þó nokkru síðan. Ef þú ert foreldri eða aðstandandi barns sem á foreldri í fangelsi, ekki hika við að fá frekari upplýsingar hjá Afstöðu (afstada@afstada.is) eða Bjargráð(https://faff.is/hafdu-samband) en það eru þeir aðilar sem sinna þessum hópi og geta bent á leiðir fyrir farsæld barnsins sem hægt er að sækja. Höfundur er formaður Afstöðu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun