Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:00 Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu. Ég get tekið heilshugar undir efni áskorunarinnar. Í raun þannig að ég hef nú lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um breytingar á lögum um útivistartíma barna. Með því leggjum við til að almennur útivistartími barna á aldrinum 10 til 12 ára verði lengdur um eina klukkustund. Þá verði lengri útivistartími barna yfir sumartímann útvíkkaður þannig að apríl og september séu þar sömuleiðis undir. Offita og skjánotkun Á þeim tíma sem liðinn er frá því að reglur um útivistartíma barna voru lögfestar hefur margt breyst í íslensku samfélagi. Umræða um skjánotkun barna og mikilvægi þess að takmarka hana er orðin mjög hávær. Þá fer hlutfall íslenskra barna sem glíma við offitu vaxandi. Um þessar mundir glíma rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum við offitu, en hlutfallið er hærra hér en annars staðar á Norðurlöndum. Tugir íslenskra barna eru á biðlista eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar fjölskyldur barna með offitu. Óásættanlegt að íslensk börn séu feitari Að baki frumvarpinu um rýmkaðan útivistartíma barna liggja lýðheilsusjónarmið. Það er til mikils að vinna að börn eyði meiri tíma úti við og í samvistum við önnur börn, en félagsleg hegðun þeirra hefur tekið stakkaskiptum vegna örra tæknibreytinga, m.a. vegna aukinnar skjánotkunar. Þá er það óásættanleg staða að íslensk börn séu of feit í samanburði við börn í nágrannalöndum. Sanngirnisrök hníga að því að útivistartími 10 til 12 ára barna sé rýmri en útivistartími yngri barna. Birtu- og veðurskilyrði styðja það að tímabil rýmri útivistartíma yfir sumarið og mánuðina í kring sé lengt um einn mánuð í báða enda. Í landi þar sem er myrkur svo stóran hluta árs og allra veðra von er sömuleiðis mikilvægt að frelsi barna sé rýmkað eins og kostur er yfir mildari mánuði ársins. Vonandi verður málinu vel tekið á Alþingi Íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar