Mikilvægur fundur með Íran framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 21:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Trump og Netanjahú ræddu til að mynda tollgjöld sem Trump hefur sett á og átökin á milli Ísrael og Gasa á fundinum sem stóð í um tvær klukkustundir. Eftir fundinn var nokkrum útvöldum blaðamönnum boðið á skrifstofu forsetans til að spyrja spurninga. Til stóð að halda fjölmennan blaðamannafund en honum var aflýst. Í staðinn var fundurinn færður á skrifstofuna þar sem mun færri blaðamenn komust fyrir. Trump sagði einnig á fundinum í skrifstofunni sinni að fulltrúar Bandaríkjanna ættu „stóran fund“ bókaðan með fulltrúum frá Íran. Mikil spenna er nú þegar á milli Bandaríkjanna og klerkastjórnarinnar í Íran en þeir standa við bakið á Hútum í Jemen. Trump vill koma í veg fyrir að Íranir eigi kjarnorkuvopn og hefur einnig sagt Íran að hætta að styðja Húta. Bandaríkjamenn hafa ítrekað ráðist á Húta og sagði forsetinn að bandaríski herinn hefði ollið miklum skaða í röðum Húta. Herinn muni ekki hætta árásum sínum á Húta fyrr en þeir hætti að ráðast á bandarísk skip í Rauðahafinu. Trump svaraði einnig spurningum um tollgjöldin sem hann lagði á fyrir fjórum dögum. Markaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu brugðust illa við. Hann segir fulltrúa margra landa vilja búa til einhvers konar samninga vegna tollgjaldanna og nefnir Japan sem dæmi. Þá endurtók hann fullyrðinguna frá því fyrr í dag að ef Kínverjar dragi ekki til baka mótaðgerðir við tollgjöldunum hans muni Trump leggja fimmtíu prósenta viðbótartoll á kínverskar vörur. Trump forðaðist þá að svara hvort að hann myndi afnema tollgjöldin á Ísrael, sem nema sautján prósetnum. „Við gefum Ísrael milljónir dollara ár hvert,“ sagði hann. „Við sjáum um vini okkar.“ Samkvæmt umfjöllun BBC hvatti forsetinn einnig lönd í Evrópu til að kaupa orku af Bandaríkjunum og hélt því fram að Bandaríkin ættu meiri orku en allir aðrir. Forsætisráðherrann hefur áhyggjur af Sýrlandi Átökin á milli Ísrael og Hamas voru einnig til umræðu en Ísraelar bundu enda á vopnahlé milli fylkinganna í síðasta mánuði. Á fundinum sagði Netanjahú að hann og forsetinn væru að vinna að sýn Trumps um hvernig Gasa ströndin yrði eftir stríðið. Trump hefur áður sagt að hann ætli að flytja alla íbúa Gasastrandarinnar burt, til að mynda til Egyptalands, og reisa þar í staðinn glæsibaðströnd. Hann deildi meðal annars myndbandi á samfélagsmiðlunum sínum búið til að gervigreind í lok febrúar um hvernig „Gasa Trumps“ ætti að vera. Þar mátti til dæmis sjá stóra gullstyttu af honum sjálfum. Á fundinum vísaði Trump í Gasaströndina sem „eign við sjóinn“ og sagði að flytja ætti íbúa Gasa til annarra landi. Það væri þá gott ef að Bandaríkin myndu stjórna svæðinu þar sem það væri „mikilvæg fasteign.“ Netanjahú sagðist hafa áhyggjur af því að önnur ríki myndu nýta sér Sýrland til að ráðast inn í Ísrael og minntist sérstaklega á Tyrki. Þá sagði hann Bandaríkin og Tyrkland vera góða vini. Trump segir að hann og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, séu góðir vinir svo þeir geti fundið út úr öllum vandamálum sem varða Tyrkland, Sýrland og Ísrael.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Íran Jemen Sýrland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira