„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 16:13 Arnar Pétursson segir stöðuna áhyggjuefni. Getty/Marco Wolf Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Landsliðið, sem og HSÍ, hefur sætt gagnrýni vegna komandi leikja í ljósi framgöngu Ísraela og ásakana um þjóðarmorð gagnvart palestínsku þjóðinni. Klippa: Vildi óska sér að staðan væri önnur Nú síðast Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks sem kallar eftir því í opnu bréfi til íslenska landsliðsins að leikmenn spili ekki fyrirhugaða leiki á morgun og hinn. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn,“ sagði Kristinn, líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Staðan alvarleg ef loka þarf húsinu Landsliðskonur hafa þá fengið fjölmörg skilaboð á samfélagsmiðlum og verið sakaðar um að vera hliðhollar Ísraelum með því að spila leiki við ísraelsku þjóðina. Öryggismál í kringum leikina hafa þá verið til umræðu en vegna tilmæla lögreglunnar verða þeir leiknir fyrir luktum dyrum. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að fólk verði að fá að mótmæla en er hugsi yfir stöðunni ef öryggi leikmanna sé raunverulega talið í hættu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Það er búið að ákveða það og hefur ekki mikið upp á sig að velta sér upp úr því. Hreint út, er það ekki gott. Ég er svolítið þar að ef þetta er virkilega staðan, og ekki er hægt að spila landsleiki hérna á Íslandi öðruvísi en fyrir luktum dyrum, þá er staðan alvarlegri en maður hélt,“ „Það er eitthvað sem maður vill vita meira um. Við erum að tala um eitthvað meira en bara mótmæli. Fólk verður að fá að mótmæla en þarna er eitthvað meira í gangi sem verður til þess að lögreglan kemur með þessi tilmæli,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Völdu sér ekki þennan andstæðing Perla Ruth Albertsdóttir greindi frá því að leikmönnum liðsins hafi borist ýmisskonar skilaboð í aðdraganda leiksins. Arnar játar því en bendir á að engin þeirra í landsliðinu vilji vera í þessari stöðu - hefði Ísland dregist gegn öðrum andstæðingi væri umræðan allt önnur og liðið á leið í hvern annan landsleik. „Það hefur borið á því. Eigum við ekki að segja að það sér partur af þessu þegar staðan er þessi. Við höfum sem lið og sem hópur verið að stefna að því að fara á HM í nokkur. Þetta er einn af þessum stóru viðburðum sem við ætlum okkur inn á. Við völdum okkur ekki andstæðinga. Við erum í aðstæðum sem við vildum óska að væru öðruvísi. Það fylgja þessu ýmsar aðrar áskoranir sem við þurfum vanalega ekki að hugsa út í þegar við erum í íþróttum,“ segir Arnar. Hluta viðtalsins við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Nánar verður rætt við Arnar í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira