Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:33 Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Samfylkingin Flokkur fólksins Framhaldsskólar Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun