„Holan var of djúp“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2025 22:50 Rúnar Ingi hefur lokið leik í vetur og er ansi svekktur yfir því að liðið hafi kastað frá sér heimavallarréttindum í fyrsta leik Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. „Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
„Þessi leikur, eins og kannski í leik tvo, þá byrjar leikurinn þannig að þeir svínhitta, fjórir af fjórum, á móti svæðis maður á mann vörninni okkar. Einhvern veginn finna taktinn og svo heldur það bara svolítið þannig áfram. Við komum alveg til baka, finnum einhver svör og finnum að takturinn er að koma til okkar en alltaf fengu þeir svör. Svo í byrjun þriðja leikhluta þá fer þetta bara. Þá erum við ekki nógu klókir, þeir finna veikleika í okkar vörn og setja niður stór skot. Holan var of djúp.“ Álftnesingar komust mest 21 stigi yfir í upphafi seinni hálfleiks og Njarðvíkingar voru einfaldlega komnir í djúpa holu þar sem þeir komust ekki aftur upp úr. „Þeir voru bara að ýta okkur í erfiðar sóknaraðgerðir. Ná einhvern veginn að koma okkur úr jafnvægi. Við náðum ekki að setja upp í vörninni okkar nægilega vel og ef við náðum að setja upp vorum við kannski ekki með bestu staðsetningarnar.“ Fjarvera David Okeke átti að lokum eftir að riðla meira í leik Njarðvíkinga en Álftnesinga. „Þeir náttúrulega minni í dag sem endar með því, sem ég er kannski ekki búinn að gera áður á tímabilinu, að Milka situr síðustu fimmtán. Þá breytum við bara um takt og förum að skipta á öllu og reynum að sprengja þetta eitthvað upp.“ Eftir gott tímabil hjá Njarðvíkingum sem enduðu í 3. sæti deildarinnar er uppskeran rýr og Rúnar var með fókusinn á tapið í fyrsta leiknum í einvíginu, en þar fór heimavallarrétturinn út um gluggann. „Það er kannski mest svekkjandi í þessu eftir mikla vinnu yfir allt tímabilið þá einhvern veginn núna þá er stærra að við töpum í fyrsta leik á heimavelli. Þeir voru bara góðir í þessu húsi, bæði í leik tvö og núna. Núna vildi ég að við ættum inni heimavöll og værum á leið í leik fimm en við gáfum upp heimavöllinn í fyrsta leik og það er ógeðslega svekkjandi.“ Það komu ófá augnablik í leiknum í kvöld þar sem Njarðvíkingar virtust vera sjálfum sér verstir, bæði í vörn og sókn en Rúnar átti skýringar á þeim ákvörðunum. „Það er oft þegar þú ert að reyna að sprengja leikinn svona upp að þú ert að taka aðeins meiri áhættur og ert að flýta sóknarleiknum kannski á sama tíma. Ég var að reyna að hægja aðeins á okkur því það var alveg nægur tími eftir og við vorum komnir með leikinn í ágætis jafnvægi. Svo kemur einn tapaður bolti eða við vorum aðeins of gráðugir í vörninni. Það eru svona lítil atriði.“ Hann var þrátt fyrir allt sáttur við þá ákefð sem hans leikmenn lögðu í leikinn. „En á þessum síðustu fimmtán mínútum, það sem ég bað menn um að gera var að leggja sig fram og það voru menn að gera. Menn voru á fullu. Við áttum margar góðar varnir í seinni þar sem við vorum að koma þeim í vandræði með því að vera duglegir en svo gerist það líka að við opnum okkur og við vorum of æstir og það er bara eitthvað sem þú verður að taka þegar þú ert kominn í svona útspil varnarlega.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira