Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar 16. apríl 2025 15:33 Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Líkt og oft áður þá skipar fólk sér umsvifalaust í skotgrafirnar og dustar rykið af gamalkunnugum frösum og alhæfingum, en hvergi hef ég séð neinn reyna að hugsa málið til enda til að átta sig á einni lykilspurningu í þessu öllu saman: Hverjum mun þetta gagnast og hverjir munu tapa? Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að pláss í framhaldsskólum er takmörkuð auðlind: það er einfaldlega ekki endalaust framboð og því hafa skólarnir þurft að velja og hafna nemendum. Hingað til hefur verið notast við námsárangur, þ.e. fyrri einkunnir, til að velja þá nemendur sem mestar líkur eru á að ráði við/geti nýtt sér námið, enda hefur hlutverk framhaldsskóla og æðri menntastofnana fram til þessa verið nokkuð óumdeilt: að veita menntun en ekki að vera félagsheimili eða huggulegur samkomustaður. Það gefur auga leið að ef þetta val á nú að líta til annarra þátta en námsárangurs þá er ljóst að tilgangurinn er sá að auðvelda skólum að bjóða skólavist þeim nemendum sem hafa fjölbreyttan félagslegan bakgrunn og „ýmsa aðra kosti“, eins og það hefur verið orðað, án þess að lagt sé neitt mat á hvort þeir nemendur séu í raun og veru í stakk búnir að takast á við námið sem um ræðir. Af því leiðir að í skólunum mun fjölga í hópi nemenda sem ráða ekki við námið, og þá á kostnað þeirra nemenda sem hefði getað gagnast námið en komast ekki að sökum plássleysis. Að því gefnu að ekki standi líka til að taka það óheillaskref að fara að gefa afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til að nemandi nái prófi og útskrifist, má því fastlega búast við að brottfall úr skólum muni nú aukast, því það eitt að fá skólavist sökum fjölþjóðlegs bakgrunns eða annarra óskyldra aðstæðna gerir það ekki að verkum að nemandi verði skyndilega fullfær um að ráða við nám hafi þeir ekki verið það fyrir. Að halda slíku fram er auðvitað bara óskhyggja og draumsýn. Þetta mun því klárlega leiða til meira brottfalls úr skólum; kennarar munu þurfa að eyða meira af sínum takmarkaða tíma í að aðstoða nemendur sem eru ekki reiðubúnir undir námið og skólarnir munu á endanum útskrifa færri út í þjóðfélagið. Því verður að spyrja: hverjum á þessi ráðstöfun að gagnast? Það er erfitt að sjá hvernig hún gagnast nemanda sem fær inngöngu í nám sem hann ræður ekki við, eingöngu á forsendu félagslegs bakgrunns. Ef nemandinn fellur á prófum og hrökklast á endanum úr skóla, þá er hann síst á betri stað félagslega en ef hann hefði ekki fengið inngöngu - jafnvel á verri stað eftir að hafa hugsanlega eytt einhverjum árum í að reyna árangurslaust við nám sem var honum of erfitt alveg frá byrjun. Burtséð frá hve þrúgandi slíkt gæti verið andlega þá gæti þetta einnig bakað nemandanum umtalsverðan kostnað í formi námslána og annars. Gagnast þetta þá hinum nemendunum sem þurfa fyrir vikið að una því að fá minni tíma hjá kennurunum, missa af þeirri heilbrigðu samkeppni og hvatningu sem felst í að stunda nám og kapp við jafningja sína, og útskrifast því hugsanlega verr undirbúnir en ella? Gagnast þetta kanski þeim ungmennum sem hefðu getað ráðið við námið og jafnvel útskrifast með prýði, en fengu ekki inngöngu af því þau voru með of „einsleitan“ bakgrunn og misstu plássið til einhvers sem hafði „réttan“ félagslega bakgrunn en var þess ekki umkominn að ráða við kröfurnar sem náminu fylgdu? Mun þetta kanski gagnast þjóðfélaginu í heild? Er það betra fyrir samfélagið að brottfall úr framhaldsskólum aukist og að skólarnir útskrifi færri og verr undirbúna nemendur? Eða mun þetta gagnast til dyggðavörpunar þeirra sem telja félagslegan jöfnuð slíka útópíu að til þess að knýja hann fram þá sé það ásættanlegur fórnarkostnaður að knésetja menntakerfi sem stendur nú þegar á brauðfótunum eftir áratuga langa röð af aðgerðarleysi og slæmum áherslum? Er það kanski þjóðhagslega hagkvæmt að gefa í og auka hraðann á þeirri óheillavegferð sem ríkt hefur í málaflokknum síðustu áratugi: sífellt dýrara og dýrara menntakerfi og sífellt lélegri og lélegri árangur? „Í upphafi skyldi endinn skoða“ er ágætis ráð og í stað þess að fela sig í skotgröfunum þá skora ég á einhvern sem hefur hugsað þetta til enda að koma nú með skýrt og greinargott svar við þessari spurningu: hverjum á þetta að gagnast og nákvæmlega hvernig? Hver verður þjóðhagslegur ávinningur af þessu? Að hamra endalaust á því að "skólarnir verða að endurspegla samfélagið" er þreytt og innihaldslaus klisja sem ekkert segir og enginn tekur mark á því hún er efnislega röng: skólarnir og menntasamfélagið verða að endurspegla það besta og metnaðarfyllsta í samfélaginu hverju sinni, ekki lægsta samnefnarann. Að hamra á því að „félagslegur jöfnuður“ sé nauðsyn er vissulega falleg draumsýn en það má ekki gleyma því að þessi „jöfnuður“ felst oftar en ekki í því að fletja kúrfuna út niður á við, þannig að enginn hafi það betur en sá sem hefur það verst. Er það landslagið sem við viljum sjá í menntakerfinu? Hverjum á þetta eiginlega að gagnast? Höfundur er áhugamaður um endurreisn menntakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana. Líkt og oft áður þá skipar fólk sér umsvifalaust í skotgrafirnar og dustar rykið af gamalkunnugum frösum og alhæfingum, en hvergi hef ég séð neinn reyna að hugsa málið til enda til að átta sig á einni lykilspurningu í þessu öllu saman: Hverjum mun þetta gagnast og hverjir munu tapa? Það er ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að pláss í framhaldsskólum er takmörkuð auðlind: það er einfaldlega ekki endalaust framboð og því hafa skólarnir þurft að velja og hafna nemendum. Hingað til hefur verið notast við námsárangur, þ.e. fyrri einkunnir, til að velja þá nemendur sem mestar líkur eru á að ráði við/geti nýtt sér námið, enda hefur hlutverk framhaldsskóla og æðri menntastofnana fram til þessa verið nokkuð óumdeilt: að veita menntun en ekki að vera félagsheimili eða huggulegur samkomustaður. Það gefur auga leið að ef þetta val á nú að líta til annarra þátta en námsárangurs þá er ljóst að tilgangurinn er sá að auðvelda skólum að bjóða skólavist þeim nemendum sem hafa fjölbreyttan félagslegan bakgrunn og „ýmsa aðra kosti“, eins og það hefur verið orðað, án þess að lagt sé neitt mat á hvort þeir nemendur séu í raun og veru í stakk búnir að takast á við námið sem um ræðir. Af því leiðir að í skólunum mun fjölga í hópi nemenda sem ráða ekki við námið, og þá á kostnað þeirra nemenda sem hefði getað gagnast námið en komast ekki að sökum plássleysis. Að því gefnu að ekki standi líka til að taka það óheillaskref að fara að gefa afslátt á þeim kröfum sem gerðar eru til að nemandi nái prófi og útskrifist, má því fastlega búast við að brottfall úr skólum muni nú aukast, því það eitt að fá skólavist sökum fjölþjóðlegs bakgrunns eða annarra óskyldra aðstæðna gerir það ekki að verkum að nemandi verði skyndilega fullfær um að ráða við nám hafi þeir ekki verið það fyrir. Að halda slíku fram er auðvitað bara óskhyggja og draumsýn. Þetta mun því klárlega leiða til meira brottfalls úr skólum; kennarar munu þurfa að eyða meira af sínum takmarkaða tíma í að aðstoða nemendur sem eru ekki reiðubúnir undir námið og skólarnir munu á endanum útskrifa færri út í þjóðfélagið. Því verður að spyrja: hverjum á þessi ráðstöfun að gagnast? Það er erfitt að sjá hvernig hún gagnast nemanda sem fær inngöngu í nám sem hann ræður ekki við, eingöngu á forsendu félagslegs bakgrunns. Ef nemandinn fellur á prófum og hrökklast á endanum úr skóla, þá er hann síst á betri stað félagslega en ef hann hefði ekki fengið inngöngu - jafnvel á verri stað eftir að hafa hugsanlega eytt einhverjum árum í að reyna árangurslaust við nám sem var honum of erfitt alveg frá byrjun. Burtséð frá hve þrúgandi slíkt gæti verið andlega þá gæti þetta einnig bakað nemandanum umtalsverðan kostnað í formi námslána og annars. Gagnast þetta þá hinum nemendunum sem þurfa fyrir vikið að una því að fá minni tíma hjá kennurunum, missa af þeirri heilbrigðu samkeppni og hvatningu sem felst í að stunda nám og kapp við jafningja sína, og útskrifast því hugsanlega verr undirbúnir en ella? Gagnast þetta kanski þeim ungmennum sem hefðu getað ráðið við námið og jafnvel útskrifast með prýði, en fengu ekki inngöngu af því þau voru með of „einsleitan“ bakgrunn og misstu plássið til einhvers sem hafði „réttan“ félagslega bakgrunn en var þess ekki umkominn að ráða við kröfurnar sem náminu fylgdu? Mun þetta kanski gagnast þjóðfélaginu í heild? Er það betra fyrir samfélagið að brottfall úr framhaldsskólum aukist og að skólarnir útskrifi færri og verr undirbúna nemendur? Eða mun þetta gagnast til dyggðavörpunar þeirra sem telja félagslegan jöfnuð slíka útópíu að til þess að knýja hann fram þá sé það ásættanlegur fórnarkostnaður að knésetja menntakerfi sem stendur nú þegar á brauðfótunum eftir áratuga langa röð af aðgerðarleysi og slæmum áherslum? Er það kanski þjóðhagslega hagkvæmt að gefa í og auka hraðann á þeirri óheillavegferð sem ríkt hefur í málaflokknum síðustu áratugi: sífellt dýrara og dýrara menntakerfi og sífellt lélegri og lélegri árangur? „Í upphafi skyldi endinn skoða“ er ágætis ráð og í stað þess að fela sig í skotgröfunum þá skora ég á einhvern sem hefur hugsað þetta til enda að koma nú með skýrt og greinargott svar við þessari spurningu: hverjum á þetta að gagnast og nákvæmlega hvernig? Hver verður þjóðhagslegur ávinningur af þessu? Að hamra endalaust á því að "skólarnir verða að endurspegla samfélagið" er þreytt og innihaldslaus klisja sem ekkert segir og enginn tekur mark á því hún er efnislega röng: skólarnir og menntasamfélagið verða að endurspegla það besta og metnaðarfyllsta í samfélaginu hverju sinni, ekki lægsta samnefnarann. Að hamra á því að „félagslegur jöfnuður“ sé nauðsyn er vissulega falleg draumsýn en það má ekki gleyma því að þessi „jöfnuður“ felst oftar en ekki í því að fletja kúrfuna út niður á við, þannig að enginn hafi það betur en sá sem hefur það verst. Er það landslagið sem við viljum sjá í menntakerfinu? Hverjum á þetta eiginlega að gagnast? Höfundur er áhugamaður um endurreisn menntakerfisins.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun