Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar 20. apríl 2025 12:02 Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Ég hef lengi velt fyrir mér Grafarvogsgremjunni sem þjóðin verður reglulega vitni að. Ofsafengin reiðiköst á íbúafundum þannig að opinberir starfsmenn verða að fá áfallahjálp að þeim loknum. Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundabræðina í Grafarvogi. Efri millistéttin kvartar undan snjómokstri. Okkur Norðlendingum finnst merkilegt að snjómokstur skuli vera svona stórt vandamál á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið. Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó. Verst af öllu er þó eitthvert tal um að byggja blokkir. Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá? Ég vil þakka nefndum manni úr Grafarvogi fyrir að hjálpa okkur hinum að skilja gremjuna sem virðist landlæg í voginum góða. Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki. Höfundur er kennari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Byggðamál Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. Ég hef lengi velt fyrir mér Grafarvogsgremjunni sem þjóðin verður reglulega vitni að. Ofsafengin reiðiköst á íbúafundum þannig að opinberir starfsmenn verða að fá áfallahjálp að þeim loknum. Íbúafundir þar sem kvótaerfingjarnir láta tilkynna að atvinnulíf byggðarlaga sé lagt í rúst svo þeir geti keypt sér aðeins dýrara hvítvín með humrinum komast ekki í hálfkvisti við fundabræðina í Grafarvogi. Efri millistéttin kvartar undan snjómokstri. Okkur Norðlendingum finnst merkilegt að snjómokstur skuli vera svona stórt vandamál á götum þar sem auðvelt er að vera á sumardekkjum allt árið. Með þeim orðum er ekki verið að hundsa vanda Grafarvogsbúa, en það þarf að læra að aka í snjó og til þess þarf snjóavetur og því er ekki hægt að stjórna. Öllum þykir okkur vænt um íbúa Grafarvogs og viljum að þau séu með okkur hinum í samfélagi. Efri millistéttin í Grafarvogi óttast að umferðarstíflan á þorpsgötunni nái alla leið til þeirra sjálfra og þurfi að taka strætó. Það segir sig sjálft, fólk í efri millistétt tekur ekki strætó. Verst af öllu er þó eitthvert tal um að byggja blokkir. Blokkir! Í slíku húsnæði er mögulegt að búi verkafólk. Þá er spillt hinni góðu stéttablöndu sem hinn stolti Davíð Már Sigurðsson segir okkur frá. Þarna gæti sest að eitthvert fólk sem á börn sem þurfa að ganga í skóla. Hvað þá? Ég vil þakka nefndum manni úr Grafarvogi fyrir að hjálpa okkur hinum að skilja gremjuna sem virðist landlæg í voginum góða. Um sé að ræða ótta efri millistéttarinnar við að spillast af fólki með lægri stöðu í þjóðfélaginu. Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki. Höfundur er kennari á Akureyri.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun