Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2025 20:05 Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira