Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 14:46 Konráð S. Guðjónsson var efnahagsráðgjafi stjórnvalda í tíð fyrri ríkistjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aðra dýfu í gær sem meðal annars er rakin til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta um Jerome Powell seðlabankastjóra landsins. Í færslu á samfélagsmiðlum kallaði Trump Powell „meiriháttar lúser,“ og „herra of seinn,“ þar sem hann hafi ekki lækkað vexti, sem Trump vill að hann geri. Konráð Guðjónsson hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi stjórnvalda, segir að ýmislegt kunna að skýra lækkunina nú. Einkum tvennt komi þó upp í hugann, annars vegar vísbendingar um að það sé að hægja á efnahagslífinu í Bandaríkjunum sem rekja megi til tollastefnu forsetans, og hins vegar sé markaðurinn að bregðast við atlögu Trump að seðlabankastjóranum. Trump-fígúra uppi á borðum í Kauphöllinni í New York. AP/Richard Drew „Við erum að sjá sífellt fleiri vísbendingar um að það sé að hægja á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Þvert á markmiðið sem er að auka til dæmis iðnframleiðslu að þá sé hún alla veganna núna til skemmri tíma að fá talsvert högg á sig,“ segir Konráð. Hins vegar hafi yfirlýsingar Trump um seðlabankastjórann hrist nokkuð upp í mörkuðum. „Þá fara fjárfestar líka í öruggt skjól af því að þá er það metið þannig að það sé bara meiri hætta á því að það verði einhvers konar skammtíma pólitísk markmið sem ráði því hvað seðlabanki Bandaríkjanna gerir og í staðinn verði verðstöðugleika mögulega fórnað,“ segir Konráð. Enginn húmor fyrir atlögu að sjálfstæði seðlabankans Þetta líti markaðurinn á sem aðför að sjálfstæði seðlabankans. „Já, án nokkurs vafa og það er raunverulega verið að velta fyrir sér hvort að hann [Trump] muni finna einhverjar leiðir til að losna við Jerome Powell áður en skipunartíma hans lýkur á næsta ári. Mér sýnist nú að flestum finnist það ólíklegt og maður trúir nú ekki öðru en að ráðgjafar Trump og hann sjálfur átti sig á því að það er bara að fara að hella olíu á eldinn,“ segir Konráð. Jerome Powell er „meiriháttar lúser“ og „herra of seinn“ að mati Bandaríkjaforseta. (AP/Erin Hooley Glæður lifi enn vegna yfirlýsinga og aðgerða Trump um tolla sem ekki hafi farið vel í markaðinn. Þá gætu yfirlýst markmið Trump um ávinning af tollastefnu verið að snúast upp í andhverfu sína, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Ef að hann myndi með einhverri gerræðislegri ákvörðun sparka seðlabankastjóranum þá held ég að það myndi fara vægast sagt illa í markaði og í koma raun og veru í bakið á honum og hans markmiðum. Hver sem þau svo sem eru,“ segir Konráð. Niðursveifla í heimshagkerfinu hefði áhrif á Ísland Hann segir erfitt að segja nákvæmlega til um möguleg smitáhrif til Íslands að svo stöddu. Ísland muni hins vegar ekki fara varhluta af því ef þetta leiðir til niðursveiflu í heimshagkerfinu. „Þau eru náttúrlega einhver, það hafa verið lækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði núna í morgun, mögulega útaf því sem er að gerast úti. En við þurfum bara að bíða og sjá, ég held að eftir sem áður séum við í tiltölulega góðu skjóli frá þessum átökum. Bæði vegna þess að við erum fyrir utan þetta tollastríð alla veganna að svo komnu máli og stöndum bara nokkkuð sterkt til að takast á við það sem er framundan,“ segir Konráð. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum tóku aðra dýfu í gær sem meðal annars er rakin til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta um Jerome Powell seðlabankastjóra landsins. Í færslu á samfélagsmiðlum kallaði Trump Powell „meiriháttar lúser,“ og „herra of seinn,“ þar sem hann hafi ekki lækkað vexti, sem Trump vill að hann geri. Konráð Guðjónsson hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi stjórnvalda, segir að ýmislegt kunna að skýra lækkunina nú. Einkum tvennt komi þó upp í hugann, annars vegar vísbendingar um að það sé að hægja á efnahagslífinu í Bandaríkjunum sem rekja megi til tollastefnu forsetans, og hins vegar sé markaðurinn að bregðast við atlögu Trump að seðlabankastjóranum. Trump-fígúra uppi á borðum í Kauphöllinni í New York. AP/Richard Drew „Við erum að sjá sífellt fleiri vísbendingar um að það sé að hægja á efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Þvert á markmiðið sem er að auka til dæmis iðnframleiðslu að þá sé hún alla veganna núna til skemmri tíma að fá talsvert högg á sig,“ segir Konráð. Hins vegar hafi yfirlýsingar Trump um seðlabankastjórann hrist nokkuð upp í mörkuðum. „Þá fara fjárfestar líka í öruggt skjól af því að þá er það metið þannig að það sé bara meiri hætta á því að það verði einhvers konar skammtíma pólitísk markmið sem ráði því hvað seðlabanki Bandaríkjanna gerir og í staðinn verði verðstöðugleika mögulega fórnað,“ segir Konráð. Enginn húmor fyrir atlögu að sjálfstæði seðlabankans Þetta líti markaðurinn á sem aðför að sjálfstæði seðlabankans. „Já, án nokkurs vafa og það er raunverulega verið að velta fyrir sér hvort að hann [Trump] muni finna einhverjar leiðir til að losna við Jerome Powell áður en skipunartíma hans lýkur á næsta ári. Mér sýnist nú að flestum finnist það ólíklegt og maður trúir nú ekki öðru en að ráðgjafar Trump og hann sjálfur átti sig á því að það er bara að fara að hella olíu á eldinn,“ segir Konráð. Jerome Powell er „meiriháttar lúser“ og „herra of seinn“ að mati Bandaríkjaforseta. (AP/Erin Hooley Glæður lifi enn vegna yfirlýsinga og aðgerða Trump um tolla sem ekki hafi farið vel í markaðinn. Þá gætu yfirlýst markmið Trump um ávinning af tollastefnu verið að snúast upp í andhverfu sína, að minnsta kosti til skemmri tíma. „Ef að hann myndi með einhverri gerræðislegri ákvörðun sparka seðlabankastjóranum þá held ég að það myndi fara vægast sagt illa í markaði og í koma raun og veru í bakið á honum og hans markmiðum. Hver sem þau svo sem eru,“ segir Konráð. Niðursveifla í heimshagkerfinu hefði áhrif á Ísland Hann segir erfitt að segja nákvæmlega til um möguleg smitáhrif til Íslands að svo stöddu. Ísland muni hins vegar ekki fara varhluta af því ef þetta leiðir til niðursveiflu í heimshagkerfinu. „Þau eru náttúrlega einhver, það hafa verið lækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði núna í morgun, mögulega útaf því sem er að gerast úti. En við þurfum bara að bíða og sjá, ég held að eftir sem áður séum við í tiltölulega góðu skjóli frá þessum átökum. Bæði vegna þess að við erum fyrir utan þetta tollastríð alla veganna að svo komnu máli og stöndum bara nokkkuð sterkt til að takast á við það sem er framundan,“ segir Konráð.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira