Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 10:47 Landsréttur hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til þess að hann komi sér ekki undan framkvæmd flutnings til Litáen. Vísir/Viktor Freyr Litáískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Hann hefur ekki afplánað fjögurra og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota gegn barnungri stúlku í heimalandinu. Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira