Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2025 22:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“ Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“
Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03