Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 09:33 Héraðsdómstóll í New York má sjá vinstra megin, og Jón Ólafsson á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2020 vinstra megin. EPA/Getty Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Jafnframt kannast hann ekki við frásögn þess efnis að fyrrverandi útsendari FBI hafi birt honum stefnu málsins þegar hann var viðstaddur Golden Globe-verðlaunahátíðina vestan hafs árið 2023. Félagið sem höfðaði mál á hendur Jóni og félögunum þremur, sem öll eru kennd við orðið „Baraka“, heitir Silvertip Capital. Stefnan varðaði lán sem Silvertip mun hafa veitt Baraka í lok árs 2016 og byrjun árs 2017 sem hljóðaði upp á 3,1 milljón Bandaríkjadali. Síðan árið 2022 hafi Silvertip krafist þess að lánið yrði endurgreitt og í kjölfarið höfðað málið. Fram kemur í dómsskjölum að Jón hafi reynt að fá málinu vísað frá þar sem lögsagnarumdæmi umrædds dómstóls í New York hefði ekki lögsögu yfir honum þar sem hann væri búsettur á Íslandi og fyrirtækin skráð erlendis. Dómurinn féllst ekki á það. Niðurstaða dómsins var sú að Jón og Baraka skyldu greiða Silvertip 3,1 milljón Bandaríkjadali auk vaxta, sem hljóðar samanlagt upp á 4,378 Bandaríkjadali. Þar að auki segir í dómnum að níu prósenta vextir munu leggjast árlega á upphæðina verði hún ekki greidd. „Þetta er bara skrípaleikur. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á mig,“ segir Jón í stuttu samtali við fréttastofu. Reifarakennd frásögn af gömlum FBI-liða á verðlaunahátíð Fréttastofa frétti af málinu vegna tilkynningar frá almannatengslastofu þar sem greint var frá niðurstöðu dómsins. Í henni birtist frásögn um það hvernig Silvertip höfðaði málið á hendur Jóni. Í tilkynningunni segir að Jón lifi svokölluðum þotulífstíl (e. jet-setting lifestyle), sem þýði að hann ferðist mikið um heiminn og dvelji ekki endilega lengi á einum stað í einu. Þotulífstíllinn hafi gert Silvertip erfitt fyrir, en félagið ætlaði að birta honum stefnu málsins sem hafi verið gefin út í desember 2022. „Hann gat verið hvar sem er í heiminum þessa vikuna og annars staðar þá næstu,“ var haft eftir Arash Sadat, lögmanni Silvertip. „Að komast að því hvar hann var staddur reyndist þrautinni þyngri.“ Drykkjarvatnsvörumerki Jóns, Icelandic Glacial, hafði þá frá árinu 2016 verið styrktaraðili Golden Globe-verðlaunanna, einnar stærstu kvikmyndaverðlaunahátíðar heims, sem fer fram í stórum sal á Beverly Hilton-hótelinu, sem er við Beverly Hills á Los Angeles-svæðinu. Sögusvið frásagnarinnar sem er í tilkynningunni er Golden Globe-verðlaunahátíðin 2023 sem var stjörnum prýdd. Þar vann meðal annars kvikmyndagerðarmaðurinn goðsagnakenndi Steven Spielberg tvo verðlaun fyrir The FablemansGetty Í tilkynningunni segir að Silvertip hafi því vitað að Jón yrði viðstaddur hátíðina, sem fór fram þann 10. janúar 2023. Fyrirtækið hafi því ráðið sem stefnuvott fyrrverandi útsendara frá FBI, bandarísku alríkislögreglunni, til að hafa uppi á honum á meðan hátíðin var í gangi. Þessum útsendara hafi ekki tekist að komast í stóra sal Beverly Hilton-hótelsins, þar sem hátíðin fór fram, en er þrátt fyrir það sagður hafa beðið í hótellobbíinu um nokkurra klukkutíma skeið. Um tvö um nóttina hafi hann haft upp á símanúmeri Jóns og sent á hann spurninguna „Í hvaða herbergi ertu?“ Jón hafi svarað strax, og gefið upp herbergisnúmerið. „Þannig okkar maður fór einfaldlega upp til hans, bankaði upp á, og kom honum á óvart,“ er haft eftir Sadat. „Þetta eru bara kábojar, kúrekar“ Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sadat að þessi lýsing sé rétt. Jón kannast hins vegar ekki við hana. „Umbjóðandi minn er meðvitaður um niðurstöðu dómstólsins í New York og um tilkynningu sem lögmenn Silvertip létu senda frá sér,“ segir í yfirlýsingu frá Patrick D. Bonner, lögmanni Jóns, vegna fyrirspurnar fréttastofu. Hann segir Jón jafnframt ekki kannast við þessa lýsingu úr tilkynningunni af stefnunni. „Þeir eru bara að reyna að búa til einhverja kúrekamynd úr þessu,“ segir Jón um þessa Golden Globe-frásögn. „Það eru engir fagaðilar sem vinna svona, þetta eru bara kábojar, kúrekar.“ Bonner segir að málið sé enn í gangi, og líkt og áður segir segist Jón ekki hafa áhyggjur af því. Sadat segir að Jón geti áfrýjað, en það muni ekki fresta réttaráhrifum og að áfrýjunin myndi ekki bera árangur. Dómsmál Bandaríkin Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Vatn Íslendingar erlendis Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Jafnframt kannast hann ekki við frásögn þess efnis að fyrrverandi útsendari FBI hafi birt honum stefnu málsins þegar hann var viðstaddur Golden Globe-verðlaunahátíðina vestan hafs árið 2023. Félagið sem höfðaði mál á hendur Jóni og félögunum þremur, sem öll eru kennd við orðið „Baraka“, heitir Silvertip Capital. Stefnan varðaði lán sem Silvertip mun hafa veitt Baraka í lok árs 2016 og byrjun árs 2017 sem hljóðaði upp á 3,1 milljón Bandaríkjadali. Síðan árið 2022 hafi Silvertip krafist þess að lánið yrði endurgreitt og í kjölfarið höfðað málið. Fram kemur í dómsskjölum að Jón hafi reynt að fá málinu vísað frá þar sem lögsagnarumdæmi umrædds dómstóls í New York hefði ekki lögsögu yfir honum þar sem hann væri búsettur á Íslandi og fyrirtækin skráð erlendis. Dómurinn féllst ekki á það. Niðurstaða dómsins var sú að Jón og Baraka skyldu greiða Silvertip 3,1 milljón Bandaríkjadali auk vaxta, sem hljóðar samanlagt upp á 4,378 Bandaríkjadali. Þar að auki segir í dómnum að níu prósenta vextir munu leggjast árlega á upphæðina verði hún ekki greidd. „Þetta er bara skrípaleikur. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á mig,“ segir Jón í stuttu samtali við fréttastofu. Reifarakennd frásögn af gömlum FBI-liða á verðlaunahátíð Fréttastofa frétti af málinu vegna tilkynningar frá almannatengslastofu þar sem greint var frá niðurstöðu dómsins. Í henni birtist frásögn um það hvernig Silvertip höfðaði málið á hendur Jóni. Í tilkynningunni segir að Jón lifi svokölluðum þotulífstíl (e. jet-setting lifestyle), sem þýði að hann ferðist mikið um heiminn og dvelji ekki endilega lengi á einum stað í einu. Þotulífstíllinn hafi gert Silvertip erfitt fyrir, en félagið ætlaði að birta honum stefnu málsins sem hafi verið gefin út í desember 2022. „Hann gat verið hvar sem er í heiminum þessa vikuna og annars staðar þá næstu,“ var haft eftir Arash Sadat, lögmanni Silvertip. „Að komast að því hvar hann var staddur reyndist þrautinni þyngri.“ Drykkjarvatnsvörumerki Jóns, Icelandic Glacial, hafði þá frá árinu 2016 verið styrktaraðili Golden Globe-verðlaunanna, einnar stærstu kvikmyndaverðlaunahátíðar heims, sem fer fram í stórum sal á Beverly Hilton-hótelinu, sem er við Beverly Hills á Los Angeles-svæðinu. Sögusvið frásagnarinnar sem er í tilkynningunni er Golden Globe-verðlaunahátíðin 2023 sem var stjörnum prýdd. Þar vann meðal annars kvikmyndagerðarmaðurinn goðsagnakenndi Steven Spielberg tvo verðlaun fyrir The FablemansGetty Í tilkynningunni segir að Silvertip hafi því vitað að Jón yrði viðstaddur hátíðina, sem fór fram þann 10. janúar 2023. Fyrirtækið hafi því ráðið sem stefnuvott fyrrverandi útsendara frá FBI, bandarísku alríkislögreglunni, til að hafa uppi á honum á meðan hátíðin var í gangi. Þessum útsendara hafi ekki tekist að komast í stóra sal Beverly Hilton-hótelsins, þar sem hátíðin fór fram, en er þrátt fyrir það sagður hafa beðið í hótellobbíinu um nokkurra klukkutíma skeið. Um tvö um nóttina hafi hann haft upp á símanúmeri Jóns og sent á hann spurninguna „Í hvaða herbergi ertu?“ Jón hafi svarað strax, og gefið upp herbergisnúmerið. „Þannig okkar maður fór einfaldlega upp til hans, bankaði upp á, og kom honum á óvart,“ er haft eftir Sadat. „Þetta eru bara kábojar, kúrekar“ Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sadat að þessi lýsing sé rétt. Jón kannast hins vegar ekki við hana. „Umbjóðandi minn er meðvitaður um niðurstöðu dómstólsins í New York og um tilkynningu sem lögmenn Silvertip létu senda frá sér,“ segir í yfirlýsingu frá Patrick D. Bonner, lögmanni Jóns, vegna fyrirspurnar fréttastofu. Hann segir Jón jafnframt ekki kannast við þessa lýsingu úr tilkynningunni af stefnunni. „Þeir eru bara að reyna að búa til einhverja kúrekamynd úr þessu,“ segir Jón um þessa Golden Globe-frásögn. „Það eru engir fagaðilar sem vinna svona, þetta eru bara kábojar, kúrekar.“ Bonner segir að málið sé enn í gangi, og líkt og áður segir segist Jón ekki hafa áhyggjur af því. Sadat segir að Jón geti áfrýjað, en það muni ekki fresta réttaráhrifum og að áfrýjunin myndi ekki bera árangur.
Dómsmál Bandaríkin Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Vatn Íslendingar erlendis Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira