Erlent

Segir Pútin ekki vilja enda stríðið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera draga sig á asnaeyrunum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera draga sig á asnaeyrunum. EPA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum

„Þetta lætur mig hugsa að kannski vill hann ekki stöðva stríðið, hann er bara að draga mig á asnaeyrunum og það þarf að sjá um hann á annan veg, kannski með „bankastarfsemi“ eða „frekari refsiaðgerðum“? Of margir eru að deyja!!!!,“ skrifar Bandaríkjaforsetin á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social samkvæmt umfjöllun The Guardian.

Trump fundaði fyrr í dag með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þar sem þeir sóttu báðir útför Frans páfa í Vatíkaninu. Fundi forsetanna tveggja var lýst sem árangursríkum af hálfu Bandaríkjamanna. Selenskí sagði fundinn hins vegar vera táknrænan en hann gæti orðið sögulegur ef samningar nást.

Þá fundaði Steve Witkoff, erindreki Bandaríkjanna, með Pútín síðasta föstudag til að ræða vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Eftir fundinn sagði Witkoff að vopnahléssamkomulag væri nærri og kallaði eftir fundi með bæði leiðtogum Rússa og Úkraínumanna. 

Vopnahléssamningur á vegum Bandaríkjanna er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímsakaga en þar af leiðandi er Úkraína að gefa upp landsvæði. Hins vegar hefur verið lögð fram önnur tillaga á vegum Evrópuríkja og Úkraínu. Þar er ekki gert ráð fyrir að Úkraínumenn gefi eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. 

Töluverður munur er á tillögunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×