Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Lovísa Arnardóttir skrifar 28. apríl 2025 08:46 Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi lögreglumaður segist skilja vel að öryggistilfinning fólks sé skert. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur. „Ég skil sannarlega að fólk velti því fyrir sér,“ segir Grímur um það að fólk ræði þetta og velti því fyrir sér af hverju þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir séu ekki í gæsluvarðhaldi. Grímur tekur fram að hann viti ekki meira um málið en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum og að hann geti ekki tjáð sig um það meira en það. Grímur ræddi þetta mál, rannsókn alvarlegra brota og réttarkerfið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að alltaf þegar mál eru rannsökuð hjá lögreglu sé það alltaf skoðað vel hvort þörf sé á gæsluvarðhaldi. Það fari svo fyrir dóm og það sé dómara að úrskurða um það. „Það er mat ákærenda á hverjum tíma hvort að málið sé þannig vaxið að það þarfnist gæsluvarðhalds,“ segir Grímur og að það séu ákveðin skilyrði sem þurfi að uppfylla. Í þessu máli virðist svo sem að þessi skilyrði hafi ekki verið uppfyllt. Grímur segir kynferðisbrotamál oft aðeins öðruvísi en önnur mál. Oft komi þau upp hjá lögreglu aðeins seinna en þau eigi sér stað og oft þekkist fólk vel. Í þeim málum sem um ræðir er þó um ókunnugt fólk að ræða. „Við höfum öll þessar miklu tilfinningar þegar kemur að þessum málum,“ segir Grímur. Tilfinningar megi ekki stýra starfi lögreglu en skipti máli Hann segir gæsluvarðhald úrræði sem sé beitt við rannsókn og ekki refsingarúrræði. Tilfinningar geti ekki stýrt vinnu lögreglunnar. Hún verði að fara eftir þeim ferlum og reglum sem hafi verið sett. Hann segir það geta verið eina ástæðu fyrir því að grunaðir séu mögulega skaðlegir samfélaginu. Grímur segir að með þær upplýsingar sem liggi fyrir, opinberlega, sé ekki skrítið að fólk komist að þeirri niðurstöðu að mennirnir gætu mögulega verið skaðlegir samfélaginu og ættu að vera í gæsluvarðhaldi. Fram hefur komið að þeir eru grunaðir um tvær hópnauðganir, eru bannaðir á að minnsta kosti einum skemmtistað í miðbænum auk þess sem almenn viðvörun hefur verið send til fleiri staða. Grímur segir að við rannsókn svona mála þurfi að líta í mörg horn og það virðist vera að það sé mat lögreglunnar að það sé ekki efni til að hneppa þá í gæsluvarðhald. Hvort öryggistilfinning brotaþola eða aðstandenda þeirra hafi eitthvað að segja segir Grímur að aðkoma brotaþola í kynferðisbrotamálum hafi verið til umræðu. Aðilar að sakamálum, kynferðisbrotamálum og öðrum sakamálum, séu til dæmis í dag ekki aðilar að sínum málum heldur aðeins vitni. Þolendur ekki aðilar að máli heldur vitni „Um þetta hefur verið heilmikið rætt og undanfarin ár hefur löggjafinn teygt sig í það að brotaþoli fái meiri aðild að máli, en hann er samt ekki aðili að máli,“ segir Grímur. Í slíkum málum er það ákæruvaldið sem gefur út ákæruna fyrir brot á einstaklingi. Stjórnvöld hafi velt því fyrir sér hvort það sé hægt að auka aðild þolanda að máli. Það hafi verið gert með til dæmis réttargæslumanni sem geti fengið aðgang að gögnum máls. „Þegar að er gáð finnst fólki þetta skrítið,“ segir Grímur. Grímur segir pólitík og lögreglu þurfa að horfa meira til þess að öryggistilfinning fólks geti verið skert þegar til dæmis er verið að meta hvort fólk eigi að vera í gæsluvarðhaldi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ræddi sama mál í Bítinu fyrir helgi og sagði áríðandi að tryggja að réttarvernd væri tryggð en sömuleiðis að gætt væri að rétti þolenda. Verði að gæta að grunuðum og þolendum Grímur segist geta tekið undir að það þurfi að gæta að því hvernig sé komið fram við þá sem eru grunaðir um brot en á sama tíma þurfi að vera eitthvað sem tekur utan um brotaþola. „Það getur vel verið að við getum haldið áfram með það kerfi, og tekið vel utan um brotaþolann, án þess að við séum að ganga á rétt þess sem er grunaður. Þessi tvö kerfi þurfa að vera hlið við hlið en eru óháð hvort öðru.“ Hann segir það miður að fólk upplifi að réttarkerfið gæti frekar að grunuðum en þolendum og að fólk upplifi ekki öryggi í samfélaginu. Það séu tilfinningar sem verði að taka tillit til. „Okkur ber að gæta að því að öryggistilfinning fólks sé há, að fólk hafi mikla öryggistilfinningu í okkar samfélagi, og að það ofbjóði ekki fólki til dæmis hvernig þessi mál fara. Við vitum það hins vegar að það eru færri sem koma til lögreglunnar en er brotið gegn, það eru færri mál sem er ákært í og það eru enn færri þar sem er sakfellt.“ Grímur segir lögregluna þurfa, í svona málum, að meta hvort betri upplýsingagjöf til almennings hjálpi. Stundum sé það þó þannig að það geti skaðað rannsókn málsins að gefa of mikið upp. Þyngri refsingar í alvarlegum málum Grímur segir margar konur ekki upplifa meðferð kynferðisbrotamála sem réttláta. Hann segist til dæmis vilja sjá þyngri refsingar í alvarlegum kynferðisbrotamálum. Það gæti haft meiri fælingarmátt. Menn þyrftu oftar að sitja inni fyrir sína dóma og lengur. „Maður les stundum um mál sem maður þekkir ekki neitt. Það er búið að brjóta gegn barni, margsinnis og í mörg ár, og þetta eru kannski tvö eða þrjú ár refsingin. Þarna ofbýður manni. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Grímur og að þetta þurfi að skoða. Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Lögreglan Viðreisn Bítið Tengdar fréttir Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 24. apríl 2025 11:46 Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. 23. apríl 2025 21:03 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
„Ég skil sannarlega að fólk velti því fyrir sér,“ segir Grímur um það að fólk ræði þetta og velti því fyrir sér af hverju þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir séu ekki í gæsluvarðhaldi. Grímur tekur fram að hann viti ekki meira um málið en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum og að hann geti ekki tjáð sig um það meira en það. Grímur ræddi þetta mál, rannsókn alvarlegra brota og réttarkerfið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að alltaf þegar mál eru rannsökuð hjá lögreglu sé það alltaf skoðað vel hvort þörf sé á gæsluvarðhaldi. Það fari svo fyrir dóm og það sé dómara að úrskurða um það. „Það er mat ákærenda á hverjum tíma hvort að málið sé þannig vaxið að það þarfnist gæsluvarðhalds,“ segir Grímur og að það séu ákveðin skilyrði sem þurfi að uppfylla. Í þessu máli virðist svo sem að þessi skilyrði hafi ekki verið uppfyllt. Grímur segir kynferðisbrotamál oft aðeins öðruvísi en önnur mál. Oft komi þau upp hjá lögreglu aðeins seinna en þau eigi sér stað og oft þekkist fólk vel. Í þeim málum sem um ræðir er þó um ókunnugt fólk að ræða. „Við höfum öll þessar miklu tilfinningar þegar kemur að þessum málum,“ segir Grímur. Tilfinningar megi ekki stýra starfi lögreglu en skipti máli Hann segir gæsluvarðhald úrræði sem sé beitt við rannsókn og ekki refsingarúrræði. Tilfinningar geti ekki stýrt vinnu lögreglunnar. Hún verði að fara eftir þeim ferlum og reglum sem hafi verið sett. Hann segir það geta verið eina ástæðu fyrir því að grunaðir séu mögulega skaðlegir samfélaginu. Grímur segir að með þær upplýsingar sem liggi fyrir, opinberlega, sé ekki skrítið að fólk komist að þeirri niðurstöðu að mennirnir gætu mögulega verið skaðlegir samfélaginu og ættu að vera í gæsluvarðhaldi. Fram hefur komið að þeir eru grunaðir um tvær hópnauðganir, eru bannaðir á að minnsta kosti einum skemmtistað í miðbænum auk þess sem almenn viðvörun hefur verið send til fleiri staða. Grímur segir að við rannsókn svona mála þurfi að líta í mörg horn og það virðist vera að það sé mat lögreglunnar að það sé ekki efni til að hneppa þá í gæsluvarðhald. Hvort öryggistilfinning brotaþola eða aðstandenda þeirra hafi eitthvað að segja segir Grímur að aðkoma brotaþola í kynferðisbrotamálum hafi verið til umræðu. Aðilar að sakamálum, kynferðisbrotamálum og öðrum sakamálum, séu til dæmis í dag ekki aðilar að sínum málum heldur aðeins vitni. Þolendur ekki aðilar að máli heldur vitni „Um þetta hefur verið heilmikið rætt og undanfarin ár hefur löggjafinn teygt sig í það að brotaþoli fái meiri aðild að máli, en hann er samt ekki aðili að máli,“ segir Grímur. Í slíkum málum er það ákæruvaldið sem gefur út ákæruna fyrir brot á einstaklingi. Stjórnvöld hafi velt því fyrir sér hvort það sé hægt að auka aðild þolanda að máli. Það hafi verið gert með til dæmis réttargæslumanni sem geti fengið aðgang að gögnum máls. „Þegar að er gáð finnst fólki þetta skrítið,“ segir Grímur. Grímur segir pólitík og lögreglu þurfa að horfa meira til þess að öryggistilfinning fólks geti verið skert þegar til dæmis er verið að meta hvort fólk eigi að vera í gæsluvarðhaldi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ræddi sama mál í Bítinu fyrir helgi og sagði áríðandi að tryggja að réttarvernd væri tryggð en sömuleiðis að gætt væri að rétti þolenda. Verði að gæta að grunuðum og þolendum Grímur segist geta tekið undir að það þurfi að gæta að því hvernig sé komið fram við þá sem eru grunaðir um brot en á sama tíma þurfi að vera eitthvað sem tekur utan um brotaþola. „Það getur vel verið að við getum haldið áfram með það kerfi, og tekið vel utan um brotaþolann, án þess að við séum að ganga á rétt þess sem er grunaður. Þessi tvö kerfi þurfa að vera hlið við hlið en eru óháð hvort öðru.“ Hann segir það miður að fólk upplifi að réttarkerfið gæti frekar að grunuðum en þolendum og að fólk upplifi ekki öryggi í samfélaginu. Það séu tilfinningar sem verði að taka tillit til. „Okkur ber að gæta að því að öryggistilfinning fólks sé há, að fólk hafi mikla öryggistilfinningu í okkar samfélagi, og að það ofbjóði ekki fólki til dæmis hvernig þessi mál fara. Við vitum það hins vegar að það eru færri sem koma til lögreglunnar en er brotið gegn, það eru færri mál sem er ákært í og það eru enn færri þar sem er sakfellt.“ Grímur segir lögregluna þurfa, í svona málum, að meta hvort betri upplýsingagjöf til almennings hjálpi. Stundum sé það þó þannig að það geti skaðað rannsókn málsins að gefa of mikið upp. Þyngri refsingar í alvarlegum málum Grímur segir margar konur ekki upplifa meðferð kynferðisbrotamála sem réttláta. Hann segist til dæmis vilja sjá þyngri refsingar í alvarlegum kynferðisbrotamálum. Það gæti haft meiri fælingarmátt. Menn þyrftu oftar að sitja inni fyrir sína dóma og lengur. „Maður les stundum um mál sem maður þekkir ekki neitt. Það er búið að brjóta gegn barni, margsinnis og í mörg ár, og þetta eru kannski tvö eða þrjú ár refsingin. Þarna ofbýður manni. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Grímur og að þetta þurfi að skoða.
Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Lögreglan Viðreisn Bítið Tengdar fréttir Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23 Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 24. apríl 2025 11:46 Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. 23. apríl 2025 21:03 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. 24. apríl 2025 12:23
Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 24. apríl 2025 11:46
Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. 23. apríl 2025 21:03