Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 29. apríl 2025 09:02 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um menntun kvenna og karla út frá gögnum Hagstofu Íslands. Menntun sem lykill að kvenfrelsi Frá árdögum kvennabaráttunnar hefur verið lögð áhersla á menntun kvenna. Hér á landi voru stofnaðir kvennaskólar á 19. öld og húsmæðraskólar á fyrri hluta 20. aldrar. Eftir því sem leið á öldina fjölgaði konum í t.d. hjúkrunar- og kennaranámi og þeim sem luku stúdentsprófi og fóru í háskóla. Árið 1886 var konum veitt heimild til að taka próf frá Lærða skólanum (stúdentspróf) en þær fengu ekki heimild til að sitja skólann fyrr en 1904. Fyrsta konan sem sat í skólanum og lauk stúdentsprófi þaðan var Laufey Valdimarsdóttir árið 1910. Framan af öldinni tóku fáir stúdentspróf og mjög fáar konur voru í þeim hópi fram að síðari heimsstyrjöld. Á síðari hluta aldarinnar tók nemendum að fjölga verulega í framhaldsmenntun af ýmsu tagi og hvað varðar brautskráða stúdenta þá hafa konur verið í meirihluta frá árinu 1979. Mynd: Hlutfall kvenna af brautskráðum stúdentum frá 1886-2023 Menntunarstaða árin 2003 og 2023 Gögn Hagstofunnar um menntunarstöðu ná til ársins 2003 en það ár voru konur um 54% háskólamenntaðra, en tveimur áratugum seinna hefur háskólamenntuðum fjölgað mikið og konur eru nú 59% allra háskólamenntaðra. Hlutfall kvenna með háskólamenntun jókst úr 29% árið 2003 í 55% árið 2023, en hjá körlum fór hlutfallið úr 25% í 35%. Á sama tíma hefur hlutfall kvenna með grunnskólamenntun sem hæsta menntunarstig dregist saman úr 42% í 17% en hjá körlum úr 29% í 23%. Stór hluti karla eru með starfs- og framhaldsmenntun sem hæsta menntunarstig, eða rúmlega 40% þeirra en aðeins rúmlega fjórðungur kvenna. Þetta skýrist að mörgu leyti af námsvali kynjanna í framhaldsskóla. Mynd: Menntunarstaða 25-64 ára karla og kvenna 2003 og 2023 Súlurnar eru um það bil jafn háar fyrir kynin á árinu 2003 enda var þá nokkuð jafnt kynjahlutall meðal 25-64 ára en karlarnir eru mun fleiri árið 2023 enda eru karlar í meirihluta innflytjenda og þeim hefur fjölgað mikið sl. tvo áratugi. Hér ber að setja þann varnagla að í nýlegri úttekt OECD um stöðu innflytjenda er bent á að menntunarstig þeirra sé ekki jafn vel skráð og hjá innfæddum. Karlar eru í meirihluta nemenda á framhaldsskólastigi Nýjustu gögn um nemendur á framhaldsskólastigi eru frá árinu 2023. Þau sýna að meirihluti nemenda eru karlar eða um 54%. Langflestir nemendur eru í bóknámi og þar eru konur í meirihluta eða 55% en því er öfugt farið í starfs-, iðn- og tækninámi þar sem konur eru innan við þriðjungur og flestar þeirra eru í sjúkraliðanámi, eða fjórðungur. Mynd: Framhaldsskólanemar eftir kyni og tegund náms 2023 Konur eru í meirihluta nemenda á háskólastigi Við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 fengu konur rétt til að stunda embættisnám og það ár var ein kona við nám í skólanum. Nokkrum árum síðar, 1917, lauk Kristín Ólafsdóttir háskólaprófi frá Háskóla Ísland fyrst íslenskra kvenna. Níu árum síðar varð Björg C. Þorláksdóttir fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi en hún varði ritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París árið 1926. Frá árinu 1987 hafa konur í háskólanámi verið fleiri en karlar og árið 2023 voru þær um 65% nemenda. Þegar kynjahlutföll eru skoðuð eftir sviðum blasir við nokkuð kynskipt mynd. Langflest stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði og konur eru þar 64% nemenda. Konur eru þó hlutfallslega flestar á sviðum Heilbrigðis og velferðar og Menntunar eða um og yfir 80% nemenda. Konur eru hlutfallslega fæstar í Verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð eða 39% og næstfæstar í Raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði eða 42%. Mynd: Háskólanemar eftir kyni og sviði 2023 Minna menntaðir njóta minni símenntunar Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi símenntunar sem leið til að styðja við starfsþróun, aðlögun að breytingum á vinnumarkaði og möguleika fólks til að skipta um starfsvettvang. Þegar tölfræðin er skoðuð kemur þó glögglega í ljós mikið ójafnvægi milli hópa sem sækja símenntun. Árið 2023 voru konur ríflega helmingur þeirra sem sóttu sér símenntun. Það sem vekur mesta athygli er að þátttaka í símenntun eykst eftir menntunarstigi og árið 2023 sótti um þriðjungur háskólamenntaðra sér símenntun en aðeins um 13% þeirra sem höfðu einungis grunnskólamenntun. Þessar tölur endurspegla ekki aðeins takmarkaðri starfsþróunarmöguleika fólks með grunnmenntun heldur einnig að hvatar og aðstæður til þátttöku í símenntun kunna oft að vera minni í þessum hópi. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld, ólíkt því sem tíðkast innan Evrópusambandsins, ekki sett sér mælanleg markmið um þátttöku í símenntun, þrátt fyrir að störf séu að taka miklum breytingum og krafan um aukna sérhæfingu vaxi hratt. Kynjaskipting í menntakerfinu endurspeglast á vinnumarkaði Menntunarstig á Íslandi hefur hækkað mikið frá því upp úr miðri 20. öld. Á sama tíma fjölgaði konum sem útskrifuðust með stúdentspróf Háskólanemum fjölgaði líka, ekki síst vegna tilkomu námslánakerfisins og konur hafa nú verið í meirihluta háskólanema í rúm 40 ár. Áhrifa þess gætir um samfélagið allt, bæði með aukinni atvinnuþátttöku kvenna og auknu aðgengi kvenna að áhrifa- og valdastöðum. Kynjaskiptingar í námi og námsvali gætir mjög augljóslega bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi og endurspeglast síðan í kynskiptum vinnumarkaði. Líkt og fram kemur í grein okkar Kynskiptur vinnumarkaður, starfa flestar konur í heilbrigðis- og félagsþjónustu og fræðslustarfsemi, þar sem um 75% starfandi eru konur. Í þessum atvinnugreinum eru flest af hinum hefðbundnu kvennastörfum sem oftast eru lægra launuð en karlastörf óháð menntunarstigi sem störfin krefjast. Menntun hefur svo sannarlega skilað auknu jafnrétti, en hún dugir ekki ein og sér til að uppræta kynbundinn launamun eins og vonir stóðu til á síðari hluta 20. aldar. Endurmat á virði kvennastarfa er því mikilvægt skref í átt að auknu launajafnrétti, óháð menntunarstigi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Skóla- og menntamál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um menntun kvenna og karla út frá gögnum Hagstofu Íslands. Menntun sem lykill að kvenfrelsi Frá árdögum kvennabaráttunnar hefur verið lögð áhersla á menntun kvenna. Hér á landi voru stofnaðir kvennaskólar á 19. öld og húsmæðraskólar á fyrri hluta 20. aldrar. Eftir því sem leið á öldina fjölgaði konum í t.d. hjúkrunar- og kennaranámi og þeim sem luku stúdentsprófi og fóru í háskóla. Árið 1886 var konum veitt heimild til að taka próf frá Lærða skólanum (stúdentspróf) en þær fengu ekki heimild til að sitja skólann fyrr en 1904. Fyrsta konan sem sat í skólanum og lauk stúdentsprófi þaðan var Laufey Valdimarsdóttir árið 1910. Framan af öldinni tóku fáir stúdentspróf og mjög fáar konur voru í þeim hópi fram að síðari heimsstyrjöld. Á síðari hluta aldarinnar tók nemendum að fjölga verulega í framhaldsmenntun af ýmsu tagi og hvað varðar brautskráða stúdenta þá hafa konur verið í meirihluta frá árinu 1979. Mynd: Hlutfall kvenna af brautskráðum stúdentum frá 1886-2023 Menntunarstaða árin 2003 og 2023 Gögn Hagstofunnar um menntunarstöðu ná til ársins 2003 en það ár voru konur um 54% háskólamenntaðra, en tveimur áratugum seinna hefur háskólamenntuðum fjölgað mikið og konur eru nú 59% allra háskólamenntaðra. Hlutfall kvenna með háskólamenntun jókst úr 29% árið 2003 í 55% árið 2023, en hjá körlum fór hlutfallið úr 25% í 35%. Á sama tíma hefur hlutfall kvenna með grunnskólamenntun sem hæsta menntunarstig dregist saman úr 42% í 17% en hjá körlum úr 29% í 23%. Stór hluti karla eru með starfs- og framhaldsmenntun sem hæsta menntunarstig, eða rúmlega 40% þeirra en aðeins rúmlega fjórðungur kvenna. Þetta skýrist að mörgu leyti af námsvali kynjanna í framhaldsskóla. Mynd: Menntunarstaða 25-64 ára karla og kvenna 2003 og 2023 Súlurnar eru um það bil jafn háar fyrir kynin á árinu 2003 enda var þá nokkuð jafnt kynjahlutall meðal 25-64 ára en karlarnir eru mun fleiri árið 2023 enda eru karlar í meirihluta innflytjenda og þeim hefur fjölgað mikið sl. tvo áratugi. Hér ber að setja þann varnagla að í nýlegri úttekt OECD um stöðu innflytjenda er bent á að menntunarstig þeirra sé ekki jafn vel skráð og hjá innfæddum. Karlar eru í meirihluta nemenda á framhaldsskólastigi Nýjustu gögn um nemendur á framhaldsskólastigi eru frá árinu 2023. Þau sýna að meirihluti nemenda eru karlar eða um 54%. Langflestir nemendur eru í bóknámi og þar eru konur í meirihluta eða 55% en því er öfugt farið í starfs-, iðn- og tækninámi þar sem konur eru innan við þriðjungur og flestar þeirra eru í sjúkraliðanámi, eða fjórðungur. Mynd: Framhaldsskólanemar eftir kyni og tegund náms 2023 Konur eru í meirihluta nemenda á háskólastigi Við stofnun Háskóla Íslands árið 1911 fengu konur rétt til að stunda embættisnám og það ár var ein kona við nám í skólanum. Nokkrum árum síðar, 1917, lauk Kristín Ólafsdóttir háskólaprófi frá Háskóla Ísland fyrst íslenskra kvenna. Níu árum síðar varð Björg C. Þorláksdóttir fyrsta íslenska konan til að ljúka doktorsprófi en hún varði ritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París árið 1926. Frá árinu 1987 hafa konur í háskólanámi verið fleiri en karlar og árið 2023 voru þær um 65% nemenda. Þegar kynjahlutföll eru skoðuð eftir sviðum blasir við nokkuð kynskipt mynd. Langflest stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði og konur eru þar 64% nemenda. Konur eru þó hlutfallslega flestar á sviðum Heilbrigðis og velferðar og Menntunar eða um og yfir 80% nemenda. Konur eru hlutfallslega fæstar í Verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð eða 39% og næstfæstar í Raunvísindum, stærðfræði og tölvunarfræði eða 42%. Mynd: Háskólanemar eftir kyni og sviði 2023 Minna menntaðir njóta minni símenntunar Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi símenntunar sem leið til að styðja við starfsþróun, aðlögun að breytingum á vinnumarkaði og möguleika fólks til að skipta um starfsvettvang. Þegar tölfræðin er skoðuð kemur þó glögglega í ljós mikið ójafnvægi milli hópa sem sækja símenntun. Árið 2023 voru konur ríflega helmingur þeirra sem sóttu sér símenntun. Það sem vekur mesta athygli er að þátttaka í símenntun eykst eftir menntunarstigi og árið 2023 sótti um þriðjungur háskólamenntaðra sér símenntun en aðeins um 13% þeirra sem höfðu einungis grunnskólamenntun. Þessar tölur endurspegla ekki aðeins takmarkaðri starfsþróunarmöguleika fólks með grunnmenntun heldur einnig að hvatar og aðstæður til þátttöku í símenntun kunna oft að vera minni í þessum hópi. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld, ólíkt því sem tíðkast innan Evrópusambandsins, ekki sett sér mælanleg markmið um þátttöku í símenntun, þrátt fyrir að störf séu að taka miklum breytingum og krafan um aukna sérhæfingu vaxi hratt. Kynjaskipting í menntakerfinu endurspeglast á vinnumarkaði Menntunarstig á Íslandi hefur hækkað mikið frá því upp úr miðri 20. öld. Á sama tíma fjölgaði konum sem útskrifuðust með stúdentspróf Háskólanemum fjölgaði líka, ekki síst vegna tilkomu námslánakerfisins og konur hafa nú verið í meirihluta háskólanema í rúm 40 ár. Áhrifa þess gætir um samfélagið allt, bæði með aukinni atvinnuþátttöku kvenna og auknu aðgengi kvenna að áhrifa- og valdastöðum. Kynjaskiptingar í námi og námsvali gætir mjög augljóslega bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi og endurspeglast síðan í kynskiptum vinnumarkaði. Líkt og fram kemur í grein okkar Kynskiptur vinnumarkaður, starfa flestar konur í heilbrigðis- og félagsþjónustu og fræðslustarfsemi, þar sem um 75% starfandi eru konur. Í þessum atvinnugreinum eru flest af hinum hefðbundnu kvennastörfum sem oftast eru lægra launuð en karlastörf óháð menntunarstigi sem störfin krefjast. Menntun hefur svo sannarlega skilað auknu jafnrétti, en hún dugir ekki ein og sér til að uppræta kynbundinn launamun eins og vonir stóðu til á síðari hluta 20. aldar. Endurmat á virði kvennastarfa er því mikilvægt skref í átt að auknu launajafnrétti, óháð menntunarstigi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir er hagfræðingur hjá ASÍ.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar