Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. apríl 2025 22:57 Mac McAllister Vísir/Stefán Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni. Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Mac McAllister, skipstjóri NATO og stjórnandi æfingarinnar, segir það mikilvægt að æfa á friðartímum svo hægt sé að bregðast við ef átök skyldu brjótast út. „Þetta er góður staður til að æfa á. Og augljóslega mjög mikilvægt fyrir Atlantshafsbandalagið að tryggja þetta svæði. Æfingin snýst um að þjálfa hernað gegn kafbátum hjá öllum sambandsríkjum. Ekki bara fyrir kafbáta heldur einnig skip og eftirlitsflugvélar.“ Æfingin fer fram við svokallað GIUK hlið en um er að ræða svæði sem rússneskir hernaðar- eða njósnakafbátar þurfa að fara í gegnum til að komast inn á Atlantshaf. Staðsetning Íslands sé gífurlega mikilvæg og brýnt að vera á verði. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er á íslandi og í fyrsta sinn sem ég starfa með Landhelgisgæslunni. Það er frábært að sjá hæfnina sem þau hafa. Þetta er nokkuð flókið svæði til að vinna á. Þá á ég við lögun vígvöllsins neðansjávar. Við vitum auðvitað að vinir okkar í norðri fara í gegnum þessi svæði. En þetta er bakgarðurinn okkar. Við verðum að vera fullviss um að við getum farið hér um með auðveldari máta en sumir aðrir,“ sagði Mac. Töluverð umferð kafbáta á svæðinu Æfingarnar munu halda áfram næstu tvær vikurnar og fylgir Landhelgisgæslan með á milli svæða. Hún hófst hér við Íslandsstrendur. Heldur svo áfram til Færeyja og síðan áfram frá Færeyjum til Þrándheims í Noregi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gæsluna haf umfangsmikið hlutverk í æfingum sem þessum. „Það er gríðar mikilvægt fyrir okkur að æfa með bandalagsþjóðunum. Samhæfa okkar vinnubrögð, samskipti og verklag Þannig það skiptir miklu máli. Við erum á umferðareyju. Mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og gera ráðstafanir. Vitið þið til þess að það sé mikil umferð rússneskra kafbáta hér í kring. „Við leiðum líkur að því að það sé töluverð umferð hérna.“ Eftir að búið var að fylgjast með æfingum í allan dag fékk fréttamaður þann heiður að taka þátt í æfingunni.
Landhelgisgæslan NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira