Stjórnarflokkarnir á þingi tilefndu fimm fulltrúa og jafnmarga varamenn og minnihlutinn fjóra fulltrúa og fjóra varamenn. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, las upp tillögu meiri- og minnihlutans og voru allir sjálfkjörnir þar sem fjöldi tilnefndra var á pari við laus sæti.
Diljá Ámundadóttir Zoega, Ingvar Smári Birgisson og Silja Dögg Gunnarsdóttir eru þrjú af níu stjórnarmönnum sem halda sæti sínu í stjórninni. Silja gegndi formennsku í síðustu stjórn.
Fulltrúar meirihlutans:
- Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins og útvarpsmaður
- Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar
- Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins,
- Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðarstjóri hjá Menningarfélagi Akureyrar
- Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur
Varamenn eru Viðar Eggertsson, Natan Kolbeinsson, Katrin Viktoria Leiva, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Kamma Thordarson.
Fulltrúar minnihlutans:
- Ingvar Smári Birgisson, lögmaður hjá Firma
- Eiríkur S. Svavarsson, lögmaður hjá Vík
- Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins
Varamenn eru Birta Karen Tryggvadóttir, Sveinn Óskar Sigurðsson, Magnús Benediktsson og Jónas Skúlason.