Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar 9. maí 2025 07:29 Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun