Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2025 13:12 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. Mönnunum er gefið að sök að svipta pilt, sem er ólögráða, frelsi sínu í allt að 45 mínútur, en fram kemur að pilturinn hafi verið gestkomandi þar sem atvik málsins áttu sér stað í Reykjavík. Sakborningarnir fjórir hafi verið í bíl sem einn þeirra ók. Tveir hinna hafi síðan sótt piltinn, leitt hann að bílnum og látið hann setjast inn í hana gegn vilja sínum. Síðan hafi þeir tekið af honum símtæki, heyrnartól og svo farið með hann á annan stað í Reykjavík. Lýsingar á grófu ofbeldi Þar eru fjórmenningarnir sagðir hafa farið úr bílnum og byrjað að beita piltinn ofbeldi. Pilturinn hafi fallið í jörðina fyrir vikið en sakborningarnir slegið hann margsinnis með krepptum hnefum og sparkað margsinnis í höfuð hans og búk meðan hann lá á jörðinni. Einn sakborninganna er sagður hafa gefið piltinum rafstuð með rafmagnsvopni í báða handleggi. Annar þeirra er grunaður um að ota hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi piltsins og hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá. Skilinn eftir með mikla áverka Sakborningarnir eru sagðir hafa skilið hann eftir beran að ofan og skólausann. Vegna árásarinnar mun pilturinn hafa hlotið heilahristing, tannbrot og marga sáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa. Móðir piltsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að fjórmenningarnir greiða 4,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Það er héraðssaksóknari sem ákærir mennina. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Mönnunum er gefið að sök að svipta pilt, sem er ólögráða, frelsi sínu í allt að 45 mínútur, en fram kemur að pilturinn hafi verið gestkomandi þar sem atvik málsins áttu sér stað í Reykjavík. Sakborningarnir fjórir hafi verið í bíl sem einn þeirra ók. Tveir hinna hafi síðan sótt piltinn, leitt hann að bílnum og látið hann setjast inn í hana gegn vilja sínum. Síðan hafi þeir tekið af honum símtæki, heyrnartól og svo farið með hann á annan stað í Reykjavík. Lýsingar á grófu ofbeldi Þar eru fjórmenningarnir sagðir hafa farið úr bílnum og byrjað að beita piltinn ofbeldi. Pilturinn hafi fallið í jörðina fyrir vikið en sakborningarnir slegið hann margsinnis með krepptum hnefum og sparkað margsinnis í höfuð hans og búk meðan hann lá á jörðinni. Einn sakborninganna er sagður hafa gefið piltinum rafstuð með rafmagnsvopni í báða handleggi. Annar þeirra er grunaður um að ota hnífi að hálsi, bringu og kviðarholi piltsins og hótað að drepa hann og fjölskyldu hans ef hann segði frá. Skilinn eftir með mikla áverka Sakborningarnir eru sagðir hafa skilið hann eftir beran að ofan og skólausann. Vegna árásarinnar mun pilturinn hafa hlotið heilahristing, tannbrot og marga sáverka á höfði, á handleggjum og á brjóstkassa. Móðir piltsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að fjórmenningarnir greiða 4,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Það er héraðssaksóknari sem ákærir mennina. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira