Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2025 12:59 Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann var skipaður í embætti 2020. Vísir/Einar Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Sjá meira
Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35