Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2025 12:59 Úlfar Lúðvíksson var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann var skipaður í embætti 2020. Vísir/Einar Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Eins og greint var frá í fyrradag lét Úlfar sjálfur af störfum sem lögreglustjóri eftir að hafa verið kallaður á fund Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og tilkynnt að auglýsa ætti stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum eins og lög kveði á um að eigi að gera á fimm ára fresti. Í frétt mbl.is kemur fram að honum hafi á sama tíma verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi en Margrét María Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglustjóri, var nýlega skipuð í embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands til fimm ára. Staðan var því laus. Sjá einnig: Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Í frétt mbl um málið er vísað til þess að á fundi ráðherra hafi Þorbjörg sérstaklega tekið fram að ákvörðunin um að auglýsa tengdist ekki með neinum hætti frammistöðu Úlfars í embætti. hún hafi vísað til yfirvofandi breytingar á störfum embættisins vegna uppbyggingar brottfarar- og móttökustöðvar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á næsta ári. Til skoðunar væri einnig að flytja heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra, áður stoðdeild ríkislögreglustjóra, til embættisins. Því hafi verið réttast að auglýsa embættið þegar skipunartími hans átti að renna út í nóvember. Vildi ekki fara á Austurland Úlfar hafi eftir það tilkynnt þeim að hann myndi ekki vilja taka við stöðunni á Austurlandi og það væri betra að hann myndi láta af störfum sem fyrst, við vikulok síðasta lagi. Hann eigi rétt á launum út skipunartímann, auk sex mánaða í viðbót verði hann ekki skipaður aftur, en stingur upp á því að gerður verði við hann starfslokasamningur, svo hann missi ekki af þessum kjörum. Samkvæmt fundargerð, og frétt mbl, segir Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, sem ritar fundargerðina, að „ekki ætti að vera ómögulegt“ að fallast á þá beiðni. Samkvæmt frétt mbl var gerður starfslokasamningur við Úlfar daginn eftir.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Vogar Suðurnesjabær Mannréttindi Tengdar fréttir Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. 14. maí 2025 19:58
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. 13. maí 2025 20:35