Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar 17. maí 2025 09:01 Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Reykjavík Umhverfismál Fuglar Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun