Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar 17. maí 2025 09:01 Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Reykjavík Umhverfismál Fuglar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að friða Grafarvog í Reykjavík. Grafarvogur er mikilvægt svæði fyrir farfugla sem streyma til landsins þessa dagana. Leirurnar í voginum eru sannkölluð orkuhleðslustöð sem skiptir máli fyrir fuglalíf á allt árið um kring. Öll tæknileg úrlausnarefni og formleg liggja fyrir. Náttúrufræðistofnun er hlynnt því að friða voginn og fram hefur komið að yfirvöld í Reykjavík vilja það. Fyrri stjórnarmeirihluti lagði það beinlínis til. Aðeins einn kengur hljóp í málið sem þarf ekki að vera neitt vandamál. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi umhverfisráðherra lagði til að landið umhverfis voginn sem markast af göngustígunum sem kringum hann yrði líka friðland. Það má deila um hvort að verndargildi þessa lands sé jafn hátt og vogsins sjálfs, en hugmyndin er góð, og þar af leiðandi enginn vandi að gera voginn sjálfan að friðlandi fyrir fugla og kraginn umhverfis með göngustígum verði skilgreindur fólkvangur til útivistar. Nú þarf bara að taka ákvörðun og umhverfisráðuneytið að staðfesta fyrir hönd Reykjavíkurborgar að friða Grafarvoginn. Einnig að ákveða að umhverfis hann sé landið fólkvangur til náttúruskoðunar og umhverfisverndar. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú fyrir nokkrum árum var lagt til af hálfu Reykjavíkurborgar að bæði Blikastaðakró og Grafarvogur yrðu friðlönd. Löngu er viðurkennt að þarna eru mikilvægar fæðustöðvar fugla. Þetta gekk eftir með Blikastaðakró sem þegar hefur verið friðuð í nokkur ár og er það fagnaðarefni. Á hinn bóginn stöðvaðist ferlið með Grafarvog á framangreindu Frá þessu er hægt að ganga í hvelli og ekki eftir neinu að bíða. Að sönnu voru nokkrar umræður og skoðanaskipti um það hvort einnig ætti að friða menningarminjar sem eru meðfram Grafarlæknum upp frá voginum í Keldnalandinu. Þetta mál er auðvelt. Við látum það bíða þangað til kemur að því að skipuleggja Keldnaholtið fyrir byggðina samkvæmt verðlaunatillögu sem nú þegar liggur fyrir. Þetta er nákvæmlega ekkert mál og ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Aðalatriðið er að Grafarvogurinn sjálfur verði friðaður og mjög mikilvægt að svæðið umhverfis sé metið að verðleikum sem útivistar- og náttúruskoðunarsvæði. Grafarvogurinn er af náttúrunnar hendi ákaflega mikilvæg orkustöð fyrir farfugla til og frá landinu og gefur fuglum næringu allt árið. Stefán Jón Hvað næst? Því miður hefur komið fram verðlaunatillaga um skipulag byggðar í Keldnaholti sem gerir ráð fyrir því að byggt verði út í voginn. Einhvers konar skemmtisvæði eða laug fyrir fótaböð. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Nú þarf að taka af allan vafa um það að af þessu verði ekki. Og helgunarland í austur af voginum upp að Keldnalandinu verði nógu stórt til þess að ekki komi til truflunar á fuglalífi og því að fólk geti notið náttúruskoðunar á svæðinu þegar byggð rís. Allt þetta leiðir bara einu. Það er kominn tími til að friða Grafarvoginn eins og Blikastaðakró. Mikilvægið er ótvírætt, um það er ekki deilt. Svæðið umhverfis, sem markast af göngustígum, ætti auðvitað að taka líka til náttúruverndar og útivistar. Og gæta verður að því að framtíðarbyggð í Keldnaholti trufli ekki náttúrulífið í voginum. Einfalt mál, gott, og liggur fyrir í öllum meginatriðum. Nú er bara að ganga í verkin. Fuglarnir hafa sungið og gera enn. Höfundur er fyrrverandi formaður hverfisráðs Grafarvogs og íbúi við voginn.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun