Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2025 15:56 Borgarráð samþykkti í gær tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um breytingu á deiluskipulagi vegna uppbyggingar skólaþorps í Laugardal. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu. Borgarráð samþykkti tillögu umhverfis- og skipulagsráðs á fundi sínum í gær og fer málið nú til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna og Framsóknar samþykktu tillöguna, en tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna greiddu atkvæði gegn. Tillagan snýr að uppbyggingu skólaþorpsins sem ráðast á í vegna ýmissa framkvæmda á skólum í Laugardal – fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Lóðin hafði áður verið skilgreind sem lóð fyrir svokallaða Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, en verður nú breytt í lóð fyrir skólaþorp, tímabundið grunnskólaúrræði Reykjavíkurborgar. Þar að auki er lóðin stækkuð út fyrir mörk núverandi bílastæða og yfir aðliggjandi stíg, byggingarheimildir auknar og umferðarfyrirkomulagi breytt á bílastæðum milli Reykjavegar og Laugardalsvallar ásamt því að syðri innkeyrslu á stæðin frá Reykjavegi verður lokað. Fram kemur að um tímabundna lausn sé að ræða þó að óljóst sé hversu lengi skólinn verður starfandi. Í skýrslum kemur þó fram að reiknað sé að það verði starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ástæða þess að fulltrúar Sjálfstæðismanna í borgarráði hafi greitt atkvæði gegn tillögunni sé að þeir séu verulega ósáttir við þróun skólamála í Laugardal. „Fjölskyldur og starfsfólk hefur verið skilið eftir í lausu lofti um lengri tíma og íbúasamráð var auðvitað haft að engu. Það getur með engu móti talist ásættanlegt að börnin í Laugardal þurfi nú að sinna sinni lögbundnu grunnskólagöngu á bílastæði í hverfinu næstu fimmtán árin. Við töldum því rétt að hafna tillögunni enda vel hægt að leysa málið með farsælli hætti,“ segir Hildur. Hún segir að vel hefði mátt fyrirbyggja þessa stöðu ef eðlilegu viðhaldi á skólahúsnæði hefði verið sinnt síðasta áratuginn. „En við þessar aðstæður hefði verið mikið eðlilegra að finna þessari bráðabirgðaaðstöðu fyrir skólastarfið betri stað en á miðju bílastæði sem umlukið er þónokkurri umferð. Það er full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna sem munu þurfa að sækja nám á þessum stað. Fólk getur hugsanlega horft í gegnum fingur sér með bráðabirgðaðastöðu af þessu tagi ef hún er tímabundin í nokkra mánuði, en að bjóða uppá þetta í mögulega fimmtán ár er bara óásættanlegt,“ segir Hildur. Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum og áætlað sé að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar haustið 2025. Þorpið muni svo rísa í heild veturinn 2025-2026. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu.Vísir/Ívar Fannar Mikilvægt að börnin þurfi ekki að fara úr Dalnum Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir að Framsókn styðji gerð skólaþorps í Laugardal. Gríðarlega mikilvægt sé að tryggja hagsmuni barna í skólum í Laugardal sem allir þurfi á miklu viðhaldi að halda. „Nákvæm rannsókn á ástandi skólabygginga í dalnum sýnir að þar þarf að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir til þess að laga myglu og raka. Framkvæmdaaðilar telja langfarsælast að ráðast í framkvæmdir með sem fæstum börnum í skólunum. Þess vegna er bygging skólaþorps lykilatriði svo börn fái tryggðar góðar aðstæður á meðan framkvæmdum stendur. Laugarnesskóli er fyrstur en í kjölfarið þarf að ráðast í endurbætur á Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Mikilvægt er að börnin í Laugardal þurfi ekki að fara úr hverfinu á meðan framkvæmdum stendur,“ segir í bókun Einars. Breiðari og upplýstir stígar og upphækkanir á þverunum Í samgöngumati um framkvæmdirnar, sem unnin var fyrir borgina af VSB Verkfræðistofu, er meðal annars fjallað um hvað þurfi að gera til að tryggja umferðaröryggi á svæðinu. Segir meðal annars að tryggja þurfi að leið að sleppistæðum sé vel merkt þannig að komið sé í veg fyrir að foreldrar keyri inn í botnlangann að bílastæðum KSÍ fyrir hreyfihamlaða og hleypi börnunum út úr bílum þar. Sömuleiðis sé þörf á því að breikka stíginn sem fari inn á skólalóð frá sleppistæðum ásamt því að fjölga göngu- og hjólastígum að skólalóð þar sem búast megi við talsverðri umferð af bæði hjólandi og gangandi vegfarendum. Huga þurfi vel að aðkomu vöruafhendingar og sorphirðu og tryggja öruggar og greiðar gönguleiðir skólabarna frá heimili til skóla til að ýta undir sjálfstæði þeirra. Einnig segir að huga þurfi að lýsingu, merktum gangbrautum og upphækkun á völdum þverunum yfir götur, sérstaklega þverun yfir Reykjaveg við Hofteig og þverun yfir Gullteig við Hofteig. Þá væri æskilegt sé að breikka stíga í grennd við þorpið til að þeir henti betur fyrir blandaða umferð, sérstaklega stíga meðfram Hofteigi, Laugardalsvelli og Laugardalslaug. Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Borgarráð samþykkti tillögu umhverfis- og skipulagsráðs á fundi sínum í gær og fer málið nú til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna og Framsóknar samþykktu tillöguna, en tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna greiddu atkvæði gegn. Tillagan snýr að uppbyggingu skólaþorpsins sem ráðast á í vegna ýmissa framkvæmda á skólum í Laugardal – fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Lóðin hafði áður verið skilgreind sem lóð fyrir svokallaða Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, en verður nú breytt í lóð fyrir skólaþorp, tímabundið grunnskólaúrræði Reykjavíkurborgar. Þar að auki er lóðin stækkuð út fyrir mörk núverandi bílastæða og yfir aðliggjandi stíg, byggingarheimildir auknar og umferðarfyrirkomulagi breytt á bílastæðum milli Reykjavegar og Laugardalsvallar ásamt því að syðri innkeyrslu á stæðin frá Reykjavegi verður lokað. Fram kemur að um tímabundna lausn sé að ræða þó að óljóst sé hversu lengi skólinn verður starfandi. Í skýrslum kemur þó fram að reiknað sé að það verði starfrækt í „allmörg ár“, eða fimm til fimmtán ár. Fyrirhugað er að reisa 2.200 fermetra skóla á bílastæðinu sem á að geta sinnt allt að 450 grunnskólakrökkum, frá 1. til 10. bekk. Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ástæða þess að fulltrúar Sjálfstæðismanna í borgarráði hafi greitt atkvæði gegn tillögunni sé að þeir séu verulega ósáttir við þróun skólamála í Laugardal. „Fjölskyldur og starfsfólk hefur verið skilið eftir í lausu lofti um lengri tíma og íbúasamráð var auðvitað haft að engu. Það getur með engu móti talist ásættanlegt að börnin í Laugardal þurfi nú að sinna sinni lögbundnu grunnskólagöngu á bílastæði í hverfinu næstu fimmtán árin. Við töldum því rétt að hafna tillögunni enda vel hægt að leysa málið með farsælli hætti,“ segir Hildur. Hún segir að vel hefði mátt fyrirbyggja þessa stöðu ef eðlilegu viðhaldi á skólahúsnæði hefði verið sinnt síðasta áratuginn. „En við þessar aðstæður hefði verið mikið eðlilegra að finna þessari bráðabirgðaaðstöðu fyrir skólastarfið betri stað en á miðju bílastæði sem umlukið er þónokkurri umferð. Það er full ástæða til að hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna sem munu þurfa að sækja nám á þessum stað. Fólk getur hugsanlega horft í gegnum fingur sér með bráðabirgðaðastöðu af þessu tagi ef hún er tímabundin í nokkra mánuði, en að bjóða uppá þetta í mögulega fimmtán ár er bara óásættanlegt,“ segir Hildur. Á síðu Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar segir að skólaþorpið muni rísa í áföngum og áætlað sé að fyrstu kennslustofurnar verði tilbúnar til notkunar haustið 2025. Þorpið muni svo rísa í heild veturinn 2025-2026. Gert er ráð fyrir að gróðursvæði og stígakerfi muni umlykja svæðið á allar hliðar, en að einnig verði heimilt að afmarka leiksvæði með girðingu.Vísir/Ívar Fannar Mikilvægt að börnin þurfi ekki að fara úr Dalnum Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir að Framsókn styðji gerð skólaþorps í Laugardal. Gríðarlega mikilvægt sé að tryggja hagsmuni barna í skólum í Laugardal sem allir þurfi á miklu viðhaldi að halda. „Nákvæm rannsókn á ástandi skólabygginga í dalnum sýnir að þar þarf að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir til þess að laga myglu og raka. Framkvæmdaaðilar telja langfarsælast að ráðast í framkvæmdir með sem fæstum börnum í skólunum. Þess vegna er bygging skólaþorps lykilatriði svo börn fái tryggðar góðar aðstæður á meðan framkvæmdum stendur. Laugarnesskóli er fyrstur en í kjölfarið þarf að ráðast í endurbætur á Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Mikilvægt er að börnin í Laugardal þurfi ekki að fara úr hverfinu á meðan framkvæmdum stendur,“ segir í bókun Einars. Breiðari og upplýstir stígar og upphækkanir á þverunum Í samgöngumati um framkvæmdirnar, sem unnin var fyrir borgina af VSB Verkfræðistofu, er meðal annars fjallað um hvað þurfi að gera til að tryggja umferðaröryggi á svæðinu. Segir meðal annars að tryggja þurfi að leið að sleppistæðum sé vel merkt þannig að komið sé í veg fyrir að foreldrar keyri inn í botnlangann að bílastæðum KSÍ fyrir hreyfihamlaða og hleypi börnunum út úr bílum þar. Sömuleiðis sé þörf á því að breikka stíginn sem fari inn á skólalóð frá sleppistæðum ásamt því að fjölga göngu- og hjólastígum að skólalóð þar sem búast megi við talsverðri umferð af bæði hjólandi og gangandi vegfarendum. Huga þurfi vel að aðkomu vöruafhendingar og sorphirðu og tryggja öruggar og greiðar gönguleiðir skólabarna frá heimili til skóla til að ýta undir sjálfstæði þeirra. Einnig segir að huga þurfi að lýsingu, merktum gangbrautum og upphækkun á völdum þverunum yfir götur, sérstaklega þverun yfir Reykjaveg við Hofteig og þverun yfir Gullteig við Hofteig. Þá væri æskilegt sé að breikka stíga í grennd við þorpið til að þeir henti betur fyrir blandaða umferð, sérstaklega stíga meðfram Hofteigi, Laugardalsvelli og Laugardalslaug.
Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43 Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. 12. maí 2025 11:43
Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Syðri innkeyrslu af Reykjavegi inn á bílastæðasvæði Laugardalsvallar verður lokað, göngustígur inn í Laugardal lítillega færður og hæð skólabygginganna verður að hámarki fimm metrar. Þetta er meðal þess sem segir í gögnum um uppbyggingu á tímabundnu skólaþorpi við suðurenda bílastæðasvæðisins. 8. maí 2025 21:07