Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 21:53 Davíð segir sánuferðir geta haft margvísleg jákvæð áhrif á líkamann og hjartað. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hjartalæknir segir sánuferðir geta haft margþætt jákvæð áhrif á heilsu fólks og ekki síst hjartað. Sánuferðir hafi sambærileg áhrif og líkamsrækt, lækki blóðþrýsting og auki losun endorfína sem dragi úr streitu. Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð. Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Finnsk rannsókn frá 2015 var til umræðu í Reykjavík síðdegis í dag en í rannsókninni fylgdu vísindamenn eftir rúmlega tvö þúsund einstaklingum í tuttugu ár til að rannsaka áhrif reglulegrar sánunotkunar á heilsu. Samkvæmt rannsókninni minnkuðu dánarlíkur þeirra sem notuðu sánu tvisvar til þrisvar í viku um 24 prósent en hjá þeim sem fóru að meðaltali fjórum til sjö sinnum í viku minnkuðu líkurnar um allt að 40 prósent. Að auki kom í ljós að tuttugu mínútna sánutími í stað tíu mínútna minnkaði líkur á dauðsfalli vegna hjartaáfalla um 52 prósent. Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild landspítalans, ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um sánur og áhrif þeirra á hjartaheilsu. Sambærilegt álag á hjartað og í líkamsrækt Davíð sagði niðurstöður rannsóknarinnar ekki koma á óvart. „Það hefur lengi verið talað um að sána hafi margþætt góð áhrif á heilsuna og ekki síst hjartaheilsuna. Ég held að þessi rannsókn, sem virðist vera nokkuð stór og vel gerð, undirstriki það sem hefur áður verið haldið fram,“ segir Davíð. „Ástæðurnar fyrir þessu gætu verið fjölþættar, það er til dæmis vitað að púlshraðinn eykst við að fara í sánu. Púlsinn fer gjarnan yfir hundrað og stundum upp yfir 150,“ segir Davíð. Hitinn valdi því að álag á hjartað eykst og verður álagið sambærilegt og í miðlungslíkamshreyfingu. Það er fátt betra en að skella sér í góða sánu.Getty „Það er líka vitað að reglulegar sánuferðir lækka blóðþrýsting og hafa mjög jákvæð áhrif á letjandi hluta ósjálfráða taugakerfisins sem er yfirleitt gott fyrir heilsuna. Svo hefur því verið haldið fram að sánunotkun auki losun á svokölluðum endorfínum, sem eru efni sem auka vellíðan og draga úr streitu,“ segir Davíð. Einnig sé talið að sánuferðir auki myndun bráðfasaprótína, svokallaðra „heat schock“-prótína, sem „hafa gjarnan jákvæð áhrif á bólguferli, auka viðgerðargetu fruma og hafa frumuverndandi áhrif.“ Það sé því fullt af mögulegum jákvæðum áhrifum af sánuferðum. Fátt mæli gegn sánunni Davíð segist ekki viss um hve mikinn hita þurfi til að framkalla slík áhrif en allur hiti yfir 50 til 60 gráðum geti verið gagnlegur í því tilliti. „Ef við berum þetta saman við hreyfingu þá er hreyfing yfirleitt betri þeim mun lengri sem hún er. Þetta er sjálfsagt svipað,“ segir Davíð. Davíð segir fátt mæla gegn því að fara í sánu. Fólk eigi til að svitna mikið ef það er lengi í sánu og geti þá þornað um of vökvi það sig ekki. Er minna um hjartaáföll í Finnlandi? „Það held ég ekki, nei. Ég held að þeir séu mjög svipuð þjóð og við erum með svipaðan áhættuprófíl almennt og ég hef ekki heyrt að hjartaáföll séu færri þar,“ sagði Davíð. Hvað finnst þér um að hoppa beint í kalt vatn eftir sánu? „Ég veit það hreinlega ekki. Það hefur ekki verið sýnt fram á mælanlega heilsufarsáhrif kaldra baða en það veldur vellíðan hjá mörgum og ég myndi ekkert mæla gegn því endilega,“ segir Davíð.
Reykjavík síðdegis Heilsa Sundlaugar og baðlón Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent