Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar 19. maí 2025 14:02 Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Nú hafa hrannast upp augljósar staðreyndir um hrun í menntakerfinu árum saman þar sem 40% nemenda er ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir tíu ára skyldunám. Nú síðast voru börn í 7. bekk í Breiðholti látin þreyta samræmd próf fyrir 7. bekk. Í stuttu máli sagt var árangur af þessu prófi ekki í neinu samræmi við það sem skólinn hafði fullyrt hvaða þekkingu nemendur byggju yfir. Raunin var að nemendur stóðu miklu verr en gefið hafði verið til kynna. Þetta kom ekki upp að frumkvæði skólayfirvalda heldur vegna þess að foreldrar kröfðust þess að fá raunsanna mynd af stöðu barnanna sinna. Þessi staða hefði sennilega aldrei komið í ljós nema vegna þrýstings foreldra. Það er því réttlætanlegt að spyrja: Hvers vegna fá nemendur og foreldrar almennt ekki raunhæfa mynd af námslegri stöðu barna sinna? Hvers vegna þurfa foreldrar sjálfir að krefjast þess að fá að vita sannleikann? Er þetta ástand raunar mun alvarlegra en við viljum viðurkenna? Ég er hræddur um að þetta dæmi endurspegli stöðu í mörgum öðrum skólum landsins. Foreldrar og nemendur eru látnir trúa því að staðan sé betri en hún er í raun. Við erum að halda áfram inn í framtíð sem byggð er á fölskum forsendum um færni næstu kynslóða. Það þarf að fara í landsátak núna – áður en skólarnir loka í vor – og framkvæma stöðumat í ÖLLUM grunnskólum landsins í 4., 7. og 9. bekk. Við verðum að vita hver staðan er í raun og veru svo við getum gripið til viðeigandi aðgerða. Þetta snýst um miklu meira en einkunnir eða próf – þetta snýst um framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls. Það er óásættanlegt að menntakerfið, sem á að vera grunnstoð samfélagsins, hegði sér eins og fjármálakerfið gerði fyrir hrun. Viðvörunarljósin blikka – en lítið er aðhafst. Hér er það framtíð barna sem er undir, þá voru það peningar. Lítið heyrist líka í hinum almenna kennara um stöðuna. Ég veit að þetta er ekki ástand sem þeir vilja eða sætta sig við, en þetta er ábyrgð okkar allra. Fetið í fótspor hugrakkra foreldra í Breiðholti sem stóðu með börnunum sínum, krefjist þess að fá raunverulega og gagnsæja mynd af stöðu barna ykkar. Aðeins þannig getum við tryggt að þau fái það nám sem þau eiga rétt á. Það er ekki mikið mál að endurtaka þá framkvæmd sem var gerð í Breiðholti. Það er aðeins vilji sem þarf. Nú er rétti tíminn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar