Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 15:12 Frá mótmælum gegn innrás Rússa í Úkraínu sem Amnesty International skipulagði í Lissabon í Portúgal á upphafsdögum stríðsins. Rússar segja samtökin „höfuðstöðvar rússafóbíu“. Vísir/EPA Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira