Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar 20. maí 2025 10:01 Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Arnardóttir Jafnréttismál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. maí kom út frétt á visir.is þess efnis að leggja eigi fram frumvarp sem vindi ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Skoðum stuttlega það virði sem jafnlaunavottun hefur fært Íslandi, atvinnurekendum, og starfsfólki almennt. Virði fyrir Ísland Þegar talað er um jafnrétti á erlendri grundu þá hefur jafnlaunavottun Íslands oft verið slengt fram og kynnt sem þessa frábæru vottun sem hefur kollvelt launamismunun og ójafnrétti milli kynjanna. Ef þessari umræðu fylgja tölur, þá sést vel að launamismunurinn er ennþá verulegur og breytist hægt milli ára, en þessi hægfara breyting er alfarið þakkað jafnlaunavottuninni. Jafnlaunavottunin er því frábær leið til þess að kynna Ísland sem jafnlaunaparadís og hampa einstaka stjórnmálafólki sem erindrekum og baráttufólki fyrir jafnrétti á erlendri grundu, á meðan raunveruleikinn er að hægfara breytingar á launamun milli ára er eingöngu vegna aukinnar almennar vitundarvakningar. Umfram það, þá skapar jafnlaunavottunin störf þar sem atvinnurekendur þurfa að gangast undir vottunina sjálfa og síðar reglulega endurskoðun á vottuninni frá utanaðkomandi vottunaraðila. Virði fyrir atvinnurekendur Jafnlaunavottunin á að vera aðferð til að minna atvinnurekendur á að jafnréttismál skipti máli, og á jafnframt að auka á þekkingu atvinnurekenda er kemur að ákvörðunum sem gætu tengst jafnrétti á hvers kyns máta. Jafnlaunavottunin á því ekki eingöngu að jafna út launin, heldur einnig viðhorf atvinnurekenda. Jafnlaunavottunin er því sett fram sem jafnlaunakerfi, sem hver og einn atvinnurekandi hannar til að þóknast þeirra viðskiptamódeli, og á jafnlaunavottunina að sjá til þess að viðskiptamódelið hampi öllum jafnt. Líkt og með öll önnur kerfi, þá er jafnlaunakerfið eingöngu jafn gott og það er hannað til að vera, og það er eingöngu jafn gott og það er notað til að vera. Að setja upp og viðhalda jafnlaunakerfinu krefst aukinnar vinnu af atvinnurekendum sem er annað hvort lögð á mannauðsdeild, launafulltrúa, eða á utanaðkomandi þriðju aðila. Hver svo sem lausnin þar er, þá skapar þetta ávallt aukinn kostnað fyrir atvinnurekanda. Eftir að jafnlaunakerfið er sett upp, þá er fastur kostnaður við mat á jafnlaunakerfinu til þess að hljóta jafnlaunavottun, og fastur árlegur kostnaður vegna endurmats og -skoðunar á jafnlaunakerfi atvinnurekanda af hendi þriðja aðila. Að hljóta jafnlaunavottunina og viðhalda henni er því einfalt mál en kostnaðarsamt fyrir atvinnurekendur. Að fylgja því sem jafnlaunavottunin á að kenna og standa fyrir er annað mál. Eftir að jafnlaunavottunin hefur fengist, þá er einfaldlega „fundin leið“ til þess að viðhalda launamun milli kynjanna, sem núna sést minna því launamunurinn hefur verið smættaður í jafnlaunakerfi sem er einfaldlega hannað til að réttlæta launamuninn. Jafnlaunavottunin er því lykill að meiri vinnu, auknum kostnaði, en engum breytingum af hendi atvinnurekenda er kemur að jafnréttismálum. Er því hægt að segja að jafnlaunavottunin sé íþyngjandi fyrir atvinnurekendur án þess að hafa nein jákvæð áhrif umfram það sem aukin vitundarvakning og þekking á jafnréttismálum myndi hafa. Virði fyrir starfsfólk almennt Jafnlaunavottunin er fín leið fyrir atvinnurekendur til að segja starfsfólki „svona eru bara launin, við getum ekkert gert“. Þar sem þetta er ekki virði fyrir starfsfólk almennt, heldur þvert þar á móti ef eitthvað er, þá verður almennu starfsfólki ekki gerður sá óleikur að halda því fram að eitthvað virði sé í jafnlaunavottuninni fyrir þau. En þar sem jafnlaunavottunin er hönnuð til að hampa jafnrétti fyrir alla, þá væri ósæmandi að nefna ekki þann hóp fólks sem aðallega verður fyrir barðinu á vottuninni. Að lokum Jafnlaunavottunin hefur skapað nokkur störf í formi uppsetningar á jafnlaunakerfi, yfirferð á kerfinu, útgáfu jafnlaunavottorða, og vegna reglulegra endurskoðunar á jafnlaunakerfum atvinnurekenda. Fleiri störf eru alltaf jákvæð að mati undirritaðrar, en á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja hvort að tilgangurinn réttlæti hér meðalið. Undirrituð hefur sett upp þó nokkur jafnlaunakerfi og hefur til þess setið marga fundi með stjórnendum þar sem farið er yfir launatölur og bent á aðila úr minnihluta hópum sem eru að fá lægri laun en aðrir í sambærilegum störfum, og hefur verið sagt að „finna leið“ til þess að réttlæta þennan mun innan kerfisins. Undirrituð hefur setið marga fundi með stjórnendum þar sem „finna þarf leið“ til að hækka laun eins aðila umfram aðra í sambærilegum störfum. Undirrituð hefur einnig setið marga fundi þar sem auka átti á ábyrgð eða verkefni aðila sem innan jafnlaunakerfisins krafðist hærri launa, en „finna þurfti leið“ til að halda viðkomandi niðri í launum. Undirrituð skrifaði grein þessa með 87% uppsafnaðri reiði yfir því að hafa unnið með jafnlaunavottanir nú til fjölda ára, 9% pirringi yfir því að verkalýðshreyfingin sé ekki búin að standa upp á afturlappirnar og krefjast þess að þessi óskapnaður sé tekinn af og kerfi sem sé hannað til þess að virkilega hampa þeim sem hampa þarf sé tekið upp, og 4% þreytu yfir því að samfélagið á Íslandi sjálfkrafa sætti sig við hvaðeina sem sé hent yfir það án þess að berjast fyrir betri kjörum og jafnrétti. Baráttan fyrir jafnrétti mun aldrei ljúka. En að henda fram ónothæfu tóli og hampa sem frábærri aðferð til að ná fram jafnrétti hefur hindrað frekari framför sem glöggir aðilar á íslenskum vinnumarkaði ættu auðveldlega að sjá. Höfundur er mannauðsstjóri og baráttumanneskja gegn ójafnrétti á vinnumarkaði.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun