Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2025 15:15 Jay Emmanuel-Thomas í leik gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli sumarið 2021. Vísir/Hafliði Jay Emmanuel-Thomas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur játað sök vegna tilraunar til að smygla um 60 kílóum af kannabisi til Englands. Emmanuel-Thomas var handtekinn í september síðastliðnum eftir að 60 kíló af kannabisi fundust í ferðatöskum frá Bangkok á Stansted-flugvöll í Lundúnum. Hann var þá leikmaður Greenock Morton í skosku B-deildinni en félagið sagði upp samningi hans eftir handtökuna. Enski sóknartengiliðurinn neitaði sök í september en hefur samkvæmt The Athletic nú snúist hugur og játaði aðild að málinu. Auk Emmanuel-Thomas voru þær Rosie Rowland, 33 ára, og Yasmin Piotrowska, 29 ára, handteknar á Stansted. Konurnar eiga að hafa flutt efnið inn en þeim hefur verið sleppt og verða ekki ákærðar vegna málsins. Samkvæmt saksóknaranum í málinu héldu þær að gull væri í töskunum tveimur, en ekki kannabis. Talið er að andvirði kannabissins sé um 600 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 103 milljónum króna á núvirði. Emmanuel-Thomas þótti mikið efni á yngri árum en hann yfirgaf Arsenal árið 2011, þá 21 árs gamall. Síðan þá hefur hann leikið í neðri deildum á Englandi með liðum á við Ipswich, Bristol City og QPR en hann lék eina leiktíð með PTT Rayong í Taílandi árið 2019. Hann kom hingað til lands haustið 2021 með skoska liðinu Aberdeen og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri þess á Breiðabliki á Laugardalsvelli. Dvölin hjá Aberdeen fór ekkert stórkostlega en Emmanuel-Thomas lék 15 deildarleiki fyrir liðið og tókst ekki að skora. Hann bíður nú dóms vegna skipulagningar á smygli ólöglegra efna til Bretlands en hæsti dómur í slíku máli er 14 ára fangelsisdómur. Bretland England Dómsmál Skotland Enski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Emmanuel-Thomas var handtekinn í september síðastliðnum eftir að 60 kíló af kannabisi fundust í ferðatöskum frá Bangkok á Stansted-flugvöll í Lundúnum. Hann var þá leikmaður Greenock Morton í skosku B-deildinni en félagið sagði upp samningi hans eftir handtökuna. Enski sóknartengiliðurinn neitaði sök í september en hefur samkvæmt The Athletic nú snúist hugur og játaði aðild að málinu. Auk Emmanuel-Thomas voru þær Rosie Rowland, 33 ára, og Yasmin Piotrowska, 29 ára, handteknar á Stansted. Konurnar eiga að hafa flutt efnið inn en þeim hefur verið sleppt og verða ekki ákærðar vegna málsins. Samkvæmt saksóknaranum í málinu héldu þær að gull væri í töskunum tveimur, en ekki kannabis. Talið er að andvirði kannabissins sé um 600 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 103 milljónum króna á núvirði. Emmanuel-Thomas þótti mikið efni á yngri árum en hann yfirgaf Arsenal árið 2011, þá 21 árs gamall. Síðan þá hefur hann leikið í neðri deildum á Englandi með liðum á við Ipswich, Bristol City og QPR en hann lék eina leiktíð með PTT Rayong í Taílandi árið 2019. Hann kom hingað til lands haustið 2021 með skoska liðinu Aberdeen og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri þess á Breiðabliki á Laugardalsvelli. Dvölin hjá Aberdeen fór ekkert stórkostlega en Emmanuel-Thomas lék 15 deildarleiki fyrir liðið og tókst ekki að skora. Hann bíður nú dóms vegna skipulagningar á smygli ólöglegra efna til Bretlands en hæsti dómur í slíku máli er 14 ára fangelsisdómur.
Bretland England Dómsmál Skotland Enski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira