Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar 24. maí 2025 23:44 Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar lokanir og girðingar í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Nú er áformað að reisa 2,5 metra háa girðingu utan um 34 hektara svæði nærri Myllulækjartjörn og loka vinsælum gönguleiðum eins og Ríkisstíg frá Elliðavatni. Þetta á að gerast nú í sumar. Samkvæmt stefnu Veitna er einnig stefnt að því að loka öllu grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir stærstan hluta Heiðmerkur. Bílastæði við vinsæla og rótgróna áningarstaði eins og Þjóðhátíðarlund, Elliðavatn og fjölskyldusvæðið í Furulundi gætu horfið — og bílastæði færst út að Suðurlandsvegi, t.d. við Rauðhóla eða Búrfellsgjá. Fólk þyrfti þá að ganga 3-4 kílómetra til að komast í skóglendið. Heiðmörk spannar um 32 ferkílómetra – svæði sem er álíka stórt og öll íbúðahverfi Reykjavíkur samanlagt. Þetta gróskumikla svæði er bakgarður borgarinnar og hefur gegnt lykilhlutverki fyrir náttúruupplifun og lýðheilsu borgarbúa í áratugi. Heiðmörk fagnar 75 ára afmæli í ár. Frá upphafi hefur svæðið verið byggt upp af sjálfboðaliðum og hugsjónafólki sem vildi búa til skjólbelti og útivistarparadís fyrir komandi kynslóðir. Þegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri vígði Heiðmörk árið 1950 lét hann í ljós eftirfarandi óskir: „Megni þetta landsvæði að verða höfuðborginni til sóma og sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“ Í ljósi umræðunnar lét Skógræktarfélag Reykjavíkur vinna ítarlega skýrslu hjá ÍSOR um áhrif skógræktar og útivistar á vatnsvernd. Niðurstöðurnar eru skýrar:Skógrækt styrkir jarðveg, dregur úr yfirborðsrennsli og síar úrkomu. Ekkert bendir til þess að skógrækt eða núverandi útivist hafi neikvæð áhrif á vatnsgæði. ÍSOR hvetur einnig til þess að vatnstaka verði færð ofar í strauminn og ofar í landslagið, þangað sem minni hætta er á yfirborðsmengun. Núverandi staðsetning neðra brunnsvæðis veldur því að vatnið þarf að fara í gegnum geislun vegna hugsanlegrar jarðvegsgerlamengunar. Tilfærsla gæti gert vatnsbólið öruggara, gert geislun óþarfa og minnkað hættu af ýmsum áhættuþáttum svo sem þeim 20 þúsund bílum sem aka daglega um Suðurlandsveg, iðnaðarhverfi sem til stendur að reisa í Hólmsheiði, íbúðabyggð í Gunnarshólma og háspennulínum sem liggja um svæðið. Orkuveita Reykjavíkur, sem er landeigandi að Elliðavatnsjörðinni og víðar í Heiðmörk, hefur markað sér stefnu um hvað sé heimilt á svæðinu. Einungis sé æskilegt að þar sé starfsemi sem stuðli að vatnsvernd eða flokkist sem almenn útivist. Listaverk sem gengur út á að vera einn í skóginum þykir ekki falla þar undir. Né heldur hjólreiðakeppni barna. Það sem nú blasir við er skerðing á aðgengi almennings að náttúru í nafni vatnsverndar – án þess að sýnt hafi verið fram á að útivist eða starfsemi á svæðinu hafi valdið tjóni. Þetta kallar á umræðu um meðalhóf, almannarétt og rétt borgarbúa til að njóta þess útivistarsvæðis sem þau hafa sjálf hjálpað til við að móta. Skógræktarfélag Reykjavíkur, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands, býður almenningi að ganga með sér um svæðið sem fyrirhugað er að girða, mánudaginn 26. maí. Gangan hefst kl. 18:00 við Elliðavatnsbæinn og stendur í um tvo tíma. Einnig stendur félagið fyrir opnu málþingi um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí næstkomandi, klukkarn 17-19 í Norræna húsinu. Við hvetjum alla sem vilja standa vörð um útivist, aðgengi og náttúruvernd til að mæta og láta rödd sína heyrast, í anda þeirrar óskar sem sett var fram við vígslu Heiðmerkur: „Að svæðið megi verða sem flestum til gleði og blessunar, þar sem menn geti fundið frið í sál og líkama.“
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar