Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 22:06 Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það ekki koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki þjóna neinum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Milliríkjasamtalið þurfi að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gasa.“ Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að það sé aldagömul hefð að viðhalda stjórnmálasambandi, ekki síst á ófriðartímum. Ísland hafi til að mynda ekki slitið stjórnmálasambandi við Rússland. Þess er þó vert að geta að Ísland lagði niður starfsemi sendiráðsins í Rússlandi árið 2023. „Það myndi líka draga úr vægi sjálfstæðrar greinargerðar Íslands til Alþjóðadómstólsins í Haag þar sem skyldur Ísrael sem hernámsþjóðar eru skýrt áréttaðar af okkar hálfu,“ segir hún. Forgangsröðun stjórnvalda hvað þetta varðar sé skýr. „Við köllum eftir varanlegu vopnahléi á Gaza og að mannúðaraðstoð berist inn á svæðið. Til lengri tíma þarf Ísland áfram að tala fyrir tveggja ríkja lausninni í samheldni við okkar helstu samstarfsríki,“ segir Dagbjört. Stjórnvöld í Suður-Afríku stefndu Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum fyrir brot á lögum um þjóðarmorð. Í því sambandi segir Dagbjört mikilvægt að því sé haldið til haga að ekkert samstarfsríki Íslands hafi kært sig inn í málið. Spánn og Írlandi hafi skilað greinarferð um túlkun þeirra á samningnum en taki þar með enga afstöðu, hvorki með né á móti málsaðilum. „Það er okkar grundvallarafstaða að við treystum dómstólnum og höfum kallað eftir því að Ísrael virði bráðabirgðaráðstafanir dómstólsins. Núna er mikilvægast að einblína á aðgerðir sem við teljum geta haft meiri áhrif, þar með talið samtal við samstarfsríki um að auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög,“ segir Dagbjört.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira