Nú er tími til aðgerða: Tóbaks- og nikótínfrítt Ísland Vala Smáradóttir og Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifa 31. maí 2025 08:02 Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Heilsa Nikótínpúðar Rafrettur Börn og uppeldi Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar