Nú er tími til aðgerða: Tóbaks- og nikótínfrítt Ísland Vala Smáradóttir og Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifa 31. maí 2025 08:02 Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Heilsa Nikótínpúðar Rafrettur Börn og uppeldi Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun