Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 28. maí 2025 10:00 Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kjaramál Jafnréttismál Stéttarfélög ASÍ Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við á ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um tekjur kvenna og karla á ellilífeyrisaldri út frá gögnum Hagstofu Íslands. Í fyrri greinum höfum við m.a. talað um atvinnuþátttöku kvenna og karla, kynskiptan vinnumarkað og kynbundinn launamun. Þar kemur fram að barneignir hafa meiri áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla og að kynjaskipting vinnumarkaðarins hefur áhrif á launastig kvenna vegna vanmats á kvennastörfum. Eftir að starfsævi lýkur viðheldur þessi kynbundni munur sér í tekjum fólks á ellilífeyrisaldri. Tæp 14% íbúa landsins eru 67 ára og eldri. Konur eru í meirihluta í þessum hópi eða um 52%, þær eru um 27.800 og karlar um 25.800. Þau yngri í hópnum eru yfirleitt með hærri tekjur en þau eldri því hluti þeirra er enn á vinnumarkaði. Í þessari grein erum við að mestu að fjalla um hópinn í heild sinni til að einfalda framsetningu og draga fram ólíka stöðu kynjanna á ellilífeyrisaldri. Á vef Hagstofunnar er hægt að nálgast upplýsingar um heildartekjur út frá skattframtölum vegna ársins 2023. Þær sýna að konur 67 ára og eldri eru að jafnaði með lægri tekjur en karlar í sama aldurshópi því þeir eru að meðaltali með mun hærri atvinnutekjur og fjármagnstekjur en konur, eiga meiri séreignarsparnað og það sama á við um réttindi í lífeyrissjóði sem taka mið af atvinnuþátttöku og launastigi yfir starfsævina. Mynd: Heildartekjur karla og kvenna 67 ára og eldri á mánuði árið 2023 – meðaltal og miðgildi Myndin sýnir mismun í tekjum kynjanna eftir skattframtölum árið 2023 reiknaðar niður á mánaðartekjur. Að meðaltali eru konur í aldurhópnum 67 ára og eldri með 80% af tekjum karla en ef litið er til miðgildisins eru þær með 88% af tekjum karla. Þessi tiltölulega mikli munur á meðaltali og miðgildi tekna endurspeglar einkum tvennt, að yngra fólkið í hópnum hífir meðaltalstekjurnar upp og að karlar í efri tekjutíundum eru með mun hærri tekjur en konur í efri tekjutíundum. Þannig er tekjumunur karla og kvenna með lægstu tekjurnar minnstur en þar eru konur með um 90% af tekjum karla en þegar ofar dregur í tekjustiganum eykst tekjumunurinn og konur eru aðeins með rúmlega 70% af tekjum karla í hæstu tekjuhópunum. Mynd: Hlutfall fólks á ellilífeyrisaldri sem fékk greiðslur frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum í desember 2022 – eftir aldurshópum Á myndinni má sjá hlutfall karla og kvenna í þremur aldurshópum sem hafa hafið töku lífeyris. Um 15% karla í yngsta aldurhópnum, 67-69 ára, hafa ekki hafið töku lífeyris og eru að öllum líkindum enn á vinnumarkaði en innan við 10% kvennanna. Í hópunum 70 ára og eldri hafa um 98-99% hafið töku lífeyris óháð kyni. Þeim ellilífeyrisþegum sem hafa náð að safna lífeyrisréttindum í lífeyrissjóði fulla starfsævi fer fjölgandi ár frá ári. Á myndinni má sjá að þau sem fá eingöngu lífeyri frá lífeyrissjóðum eru hlutfallslega flest í yngsta aldurshópnum og mun fleiri karlar en konur eru í þeim hópi, óháð aldri. Langflest fá greiddan lífeyri bæði frá lífeyrissjóðum og almannatryggingum en innan við 3% lífeyrisþega, óháð aldri, reiða sig alfarið á almannatryggingar í ellinni. Konur eru þó fjölmennari í þeim hópi. Meirihluti lífeyrisþega fær greiðslur fá almannatryggingum og konur fá að jafnaði hærri greiðslur en karlar því þær eiga minni réttindi í lífeyrissjóði. Í janúar 2025 fengu um 38.500 ellilífeyrisþegar greiðslur frá almannatryggingum og voru konur í meirihluta eða 21.200 og karlar 17.300. Greiðslurnar til kvenna voru að meðaltali 251.000 kr. á mánuði en 236.000 kr. á mánuði til karlanna. Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna. Greinin er eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur hagfræðing BSRB og Steinunni Bragadóttur hagfræðing hjá ASÍ.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun