Shein ginni neytendur til skyndikaupa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2025 16:24 Shein hefur fengið skammir frá Evrópusambandinu. GETTY/Mike Kemp Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir. Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Neytendayfirvöld í Belgíu, Frakklandi, Írlandi og Hollandi (CPC), með samræmingu frá framkvæmdastjórn ESB, hafa netverslunina til rannsóknar. Óskað hafi verið eftir frekari upplýsingum frá Shein í þágu rannsóknarinnar og því beint til hennar að aðlaga viðskiptahætti sína að löggjöf ESB. „Þarna hafa stofnanir um alla Evrópu verið að fá kvartanir um það að viðskiptahættir séu athugasemdaverðir. Þarna er samstarfsnetið í heild sinni að skoða vefsíðuna og fara í viðræður við fyrirtækið um úrbætur sem virðist þurfa að gera á síðunni til að réttindi neytenda séu virt,“ segir Matthildur Sveinsdóttir yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. Oft sé verið að ginna neytendur í kaup. „Þetta snýst um það að það er verið að veita upplýsingar um afslætti sem eru mögulega ekki réttir, það eru ekki veittar upplýsingar um fyrra vöruverð ef lækkanir eru kynntar. Það er verið að láta þig halda að þú sért að fá einhvern svaka ávinning eða græða við kaupin. Þetta er allt til þess gert að hvetja þig til að taka einhverja skyndiákvörðun um kaupin.“ Oft sé ekki verið að veita réttar upplýsingar um rétt kaupenda til að falla frá samningi, ekki verið að svara erindum ef neytendur kvarta og vilja skila vöru og svo framvegis. Neytendastofa er ekki að skoða þessi mál en Matthildur segir eflaust að þessum viðskiptaháttum sé einnig beitt hér og hvetur fólk til að hafa varann á. Bæði Shein og Temu hafa verið til skoðunar hérlendis, bæði vegna þess að föt hafa mælst eitruð, umhverfisfótspor þeirra er mikið og vörurnar geta beinlínis verið hættulegar. „Þessar aðgerðir í Evrópu munu óhjákvæmilega hafa áhrif líka á neytendur hér á Íslandi. Það er mjög gott að þú minnist á vöruöryggi. Það hefur áhyggjur líka, að neytendur ´seu meðvitaðir um hvað þeir eru að kaupa, hvað er í þessum vörum,“ segir Matthildur Sveinsdóttir.
Neytendur Verslun Tíska og hönnun Evrópusambandið Tengdar fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57 Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning 11. maí 2025 18:57
Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. 3. september 2024 10:18