Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. maí 2025 20:37 Þorgerður Katrín og David Lammy fóru í þyrlu Landhelgisgæslunnar þar sem flogið var meðal annars yfir Grindavík. Vísir/Elín Utanríkisráðherra Bretlands heimsótti Ísland í dag og fundaði með íslenska utanríkisráðherranum. Til umræðu voru samstarf ríkjanna, skuggaflotar Rússa og hungursneyð í Gasa en einnig skoðunarferð um aðstöðu NATO á Keflavíkurflugvelli. „Ísland er mikilvægur aðili að NATO. Hér í Keflavík er þýðingarmikil tengistöð og hér fer fram ómetanleg samhæfingarstarfsemi allra NATO-aðila. Við erum afar þakklát fyrir hlutverk Íslands hvað þetta varðar. Um þessar mundir er mikil spenna á norðurhveli og sérstaklega á norðurskautssvæðinu. Ég er hingað kominn til að ræða þessi mál og auka samstrafið við Ísland á næstu misserum,“ segir David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands. Er heimsókn Lammy fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Bretlands til Íslands í rúmlega tuttugu ár. Ráðherrann kom til landsins eftir ferðalag til Noregs og Svalbarða þar sem hann kynnti sér málefni norðurslóða. „Við ætlum að fara í það að dýpka okkar samstarf enn frekar og um leið gefa merki um það að líkt þenkjandi þjóðir sem standa vörð um sömu gildi sem að snerta lýðræði, frelsi, mannréttindi í sinni víðustu merkingu að við erum að standa saman og látum ekki sundra okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Beita sér sérstaklega gegn skuggaflota Rússa „Við fórum yfir Úkraínu, við fórum líka yfir Gasa, við fórum yfir Atlantshafssambandið. Það er að segja Bandaríkin og Evrópu og það er að mörgu að hyggja,“ segir Þorgerður. Rússneskir skuggaflotar voru meðal annars til umræðu á fundi ráðherranna. „Við sjáum að Rússland notar skuggaflota sinn á þessum hafsvæðum og af þeim sökum höfum við Bretar beitt refsiaðgerðum gegn rúmlega 250 rússneskum skipum og tökum 1,6 milljarða úr umferð. Við munum halda áfram samstarfinu við Ísland og það gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða til hjálpar Úkraínu,“ segir Lammy. „Ég geri mér grein fyrir að hér á Íslandi eru skiptar skoðanir um öryggis- og varnarmál og ég veit að Ísland mun áfram gegna mikilvægu hlutverki sínu sem við kunnum gríðarlega að meta sökum þýðingarmikillar staðsetningar Íslands.“ Þorgerður Katrín segir Íslendinga hafa tekið þátt í öllum þeim viðskiptaþvingunum sem varða rússneska skuggaflota. „Við erum, og ég hef sagt alveg skýrt, bæði sem utanríkisráðherra og líka sem varnarmálaráðherra að við munum skoða alla möguleika til þess að styrkja Evrópu í baráttu sinni við Rússa. Ekkert útilokað í þeim efnum.“ Sammála um hryllilegt ástand á Gasa Átök milli Ísraela og Hamas voru einnig til umræðu auk ástandsins á Gasaströndinni vegna átakanna. „Það sem við vorum sammála um er að framfæri Ísraelsmanna gagnvart fólkinu á Gasa er óbærilegt og það er ekki hægt að standa hjá og gera ekkert í því,“ segir Þorgerður. „Við höfum kallað eftir vopnahléi í marga mánuði. Að sjá börn vera hungruð og svelta hefur verið hryllingur þessar síðustu vikur. Við verðum að koma aftur á vopnahléi,“ segir Lammy. „Eina leiðin til að leysa úr þessu er á pólitískan og diplómatískan hátt og þar mun Bretland spila sitt hlutverk.“ Hins vegar voru viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til umræðu heldur mikilvægi þess að auka þrýsting á yfirvöld þar af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Til að mynda það kom til álita að stoppa vopnaflutning til Ísrael á meðan þeir hleypi ekki að mannúðaraðstoð. Með því að beita hungri fyrir sig sem vopni, það er stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum,“ segir Þorgerður. Hún segist sjálf hafa kallað eftir því að yfirlýsingar nægi ekki heldur þurfi að fara í aðgerðir gegn Ísrael. „Mitt ákall hefur líka verið að það þýðir ekki að vera bara með yfirlýsingar, það verða að vera aðgerðir. Við Íslendingar erum tilbúnir að taka þátt ef farið verður í frekari viðskiptaþvinganir ef það verður til þess að koma mannúaðaraðstoð á svæðið.“ Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Íslandsvinir Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
„Ísland er mikilvægur aðili að NATO. Hér í Keflavík er þýðingarmikil tengistöð og hér fer fram ómetanleg samhæfingarstarfsemi allra NATO-aðila. Við erum afar þakklát fyrir hlutverk Íslands hvað þetta varðar. Um þessar mundir er mikil spenna á norðurhveli og sérstaklega á norðurskautssvæðinu. Ég er hingað kominn til að ræða þessi mál og auka samstrafið við Ísland á næstu misserum,“ segir David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands. Er heimsókn Lammy fyrsta heimsókn utanríkisráðherra Bretlands til Íslands í rúmlega tuttugu ár. Ráðherrann kom til landsins eftir ferðalag til Noregs og Svalbarða þar sem hann kynnti sér málefni norðurslóða. „Við ætlum að fara í það að dýpka okkar samstarf enn frekar og um leið gefa merki um það að líkt þenkjandi þjóðir sem standa vörð um sömu gildi sem að snerta lýðræði, frelsi, mannréttindi í sinni víðustu merkingu að við erum að standa saman og látum ekki sundra okkur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands. Beita sér sérstaklega gegn skuggaflota Rússa „Við fórum yfir Úkraínu, við fórum líka yfir Gasa, við fórum yfir Atlantshafssambandið. Það er að segja Bandaríkin og Evrópu og það er að mörgu að hyggja,“ segir Þorgerður. Rússneskir skuggaflotar voru meðal annars til umræðu á fundi ráðherranna. „Við sjáum að Rússland notar skuggaflota sinn á þessum hafsvæðum og af þeim sökum höfum við Bretar beitt refsiaðgerðum gegn rúmlega 250 rússneskum skipum og tökum 1,6 milljarða úr umferð. Við munum halda áfram samstarfinu við Ísland og það gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða til hjálpar Úkraínu,“ segir Lammy. „Ég geri mér grein fyrir að hér á Íslandi eru skiptar skoðanir um öryggis- og varnarmál og ég veit að Ísland mun áfram gegna mikilvægu hlutverki sínu sem við kunnum gríðarlega að meta sökum þýðingarmikillar staðsetningar Íslands.“ Þorgerður Katrín segir Íslendinga hafa tekið þátt í öllum þeim viðskiptaþvingunum sem varða rússneska skuggaflota. „Við erum, og ég hef sagt alveg skýrt, bæði sem utanríkisráðherra og líka sem varnarmálaráðherra að við munum skoða alla möguleika til þess að styrkja Evrópu í baráttu sinni við Rússa. Ekkert útilokað í þeim efnum.“ Sammála um hryllilegt ástand á Gasa Átök milli Ísraela og Hamas voru einnig til umræðu auk ástandsins á Gasaströndinni vegna átakanna. „Það sem við vorum sammála um er að framfæri Ísraelsmanna gagnvart fólkinu á Gasa er óbærilegt og það er ekki hægt að standa hjá og gera ekkert í því,“ segir Þorgerður. „Við höfum kallað eftir vopnahléi í marga mánuði. Að sjá börn vera hungruð og svelta hefur verið hryllingur þessar síðustu vikur. Við verðum að koma aftur á vopnahléi,“ segir Lammy. „Eina leiðin til að leysa úr þessu er á pólitískan og diplómatískan hátt og þar mun Bretland spila sitt hlutverk.“ Hins vegar voru viðskiptaþvinganir gegn Ísrael ekki til umræðu heldur mikilvægi þess að auka þrýsting á yfirvöld þar af hálfu alþjóðasamfélagsins. „Til að mynda það kom til álita að stoppa vopnaflutning til Ísrael á meðan þeir hleypi ekki að mannúðaraðstoð. Með því að beita hungri fyrir sig sem vopni, það er stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum,“ segir Þorgerður. Hún segist sjálf hafa kallað eftir því að yfirlýsingar nægi ekki heldur þurfi að fara í aðgerðir gegn Ísrael. „Mitt ákall hefur líka verið að það þýðir ekki að vera bara með yfirlýsingar, það verða að vera aðgerðir. Við Íslendingar erum tilbúnir að taka þátt ef farið verður í frekari viðskiptaþvinganir ef það verður til þess að koma mannúaðaraðstoð á svæðið.“
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Íslandsvinir Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira