56.000 krónur í vasa Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 1. júní 2025 09:31 Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar