Hugleiðingar og skoðanaskipti um rasisma og útlendingahatur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2025 13:31 Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ágætur maður og góðkunningi sendi í morgun þessa spurningu inn í umræðuhóp á netinu, sem undirritaður er líka í: „Ég hef fylgst með fréttum af mótmælafundi kynþáttahatara sem fóru fram hér í bænum í dag. Það veldur mér miklum áhyggjum hversu margt fólk virðist hafa mætt. En það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er að mér sýnist fréttaflutningur af þessu bera þess nokkuð glögg merki að verið sé að “normalisera” kynþáttahatrið. Það er þó vissulega ekki gert í þessari frétt DV. https://www.dv.is/frettir/2025/5/31/rynt-raedu-brynjars-sem-hjoladi-enn-ny-muslima-samsaeriskenningar-tyrkjaranid-vistarbandid-sjoraeningjar-og-islensk-menning/ Við sjáum þetta hins vegar í fréttum Vísis og Morgunblaðsins. Ég veit að á þessum þræði er mikið af góðu og velviljuðu fólki sem lætur sig málefni samfélagsins varða. Ég spyr, hvað getum við gert til að vinna gegn uppgangi rasisma og útlendingahaturs í okkar góða samfélagi? Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Kveðja, Þorsteinn“. Undirritaður velti fyrir sér spurningunni, hefur reyndar gert það oft áður, og sendi þetta svar inn í umræðuhópinn: „Sæll, Þorsteinn, og sælt veri fólkið. Góð hugleiðing og spurning hjá Þorsteini. Á bak við rasisma stendur fyrst og fremst þjóðerniskennd. Hún byggir mikið á tilfinningum. Á sjálfselsku og eigingirni. Þeim vilja, að halda sem mestu af lífsgæðum fyrir sjálfa sig, ekki deila með öðrum, hvað þá gefa. Þeirra vandi er þeirra mál. Trumpismi. Þetta er mest tilfinning, eðli þessa fólks, ekki skynsemi eða yfirveguð afstaða. Það er erfitt að rökræða við tilfinningalíf manna og þeirra eigingirni eða egóisma. Baráttan gegn rasisma verður í mínum huga að fara fram með því, annars vegar, að sýnt sé fram á, að þessi jörð okkar sé one place, einn staðar, sem við verðum nauðugviljug að deila með okkur, og, hins vegar, að það leynist gott og uppbyggilegt víðar en hjá okkur, og, að skipuleg samvinna geti gagnast okkur öllum og bætt líf og velferð allra. Að annað fólk, útlendingar, gagnist okkur, fylli eyður í okkar samfélagi og lífi, auðgi það, tryggi okkur velferð, sem við hefðum ekki án þeirra. Hvar stæði fiskiðnaður, byggingastarfsemi, heilbrigðisþjónusta og ferðaþjónusta, ef við nytum ekki útlendinga við? Góðar kveðjur á alla góða menn, OAB“. Ágætur lesandi Vísis, hvað finnst þér? Þetta er afar brýn og þýðingarmikil hugleiðing, spurning og umræða. Brýnt að allir velti henni vel fyrir sér og taki afstöðu. Höfundur er samfélagsrýnir
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun