Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðaði breytingarnar í maí. Vísir/Anton Brink Litið verður til hagræðingatillagna starfshóps forsætisráðherra um að létt verði á jafnlaunavottun og að stærðarmörk fyrirtækja til jafnlaunavottunar verði hækkuð í fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana. Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45