Engu slaufað Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 08:32 Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun