Skipulögð glæpastarfsemi er ógn við samfélagið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. júní 2025 07:02 Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun