Engin haldbær rök fyrir því að dánaraðstoð skaði líknarmeðferð Ingrid Kuhlman skrifar 14. júní 2025 08:02 Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun