NPA miðstöðin 15 ára Hallgrímur Eymundsson og Þorbera Fjölnisdóttir skrifa 16. júní 2025 10:48 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem gerir okkur, sem erum fötluð, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð. NPA byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og tryggir að við ráðum því hvar og hvernig við búum, og hver veitir okkur aðstoð. NPA styrkir rétt okkar til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum og stuðlar að því að fatlað fólk hafi sama aðgang að vinnumarkaði, námi, félagslífi og tómstundum, án aðgreiningar eða hömlunar. Þannig stuðlar NPA að jafnri stöðu fatlaðs fólks gagnvart ófötluðu fólki í samfélaginu. Haustið 2008 heimsótti baráttuhópur fatlaðs fólks félög um sjálfstætt líf í Noregi og Svíþjóð. Þann 1. desember sama ár héldu ÖBÍ, Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra undirbúningsfund að stofnun félags um “notendastýrða þjónustu”. Kynningarfundur var haldinn vorið 2010 eftir mikla undirbúningsvinnu og NPA miðstöðin var síðan stofnuð þann 16. júní 2010. Fyrstu árin fóru í mikla hagsmunabaráttu en haustið 2012 byrjaði fyrsti samningurinn í umsýslu NPA miðstöðvarinnar. Það var nýr beingreiðslusamningur við ungan fatlaðan mann sem nú gegnir embætti formanns NPA miðstöðvarinnar. Innleiðing NPA á Íslandi hefur verið mikilvægt skref í þá átt að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks. Þróun NPA hér á landi hefur byggt á alþjóðlegri baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist, þarf áfram að vinna að því að aðgengi að NPA sé tryggt öllum sem á þurfa að halda. Vitað er um einstaklinga sem hafa beðið eftir því að fá NPA samning frá árinu 2018 en það ár var réttur fatlaðs fólks til NPA lögfestur. NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks og sér um umsýslu og aðstoð við NPA samninga. Hún býður upp á jafningjaráðgjöf og fræðslu fyrir félagsfólk og aðra. NPA miðstöðin sinnir jafnframt mikilvægri hagsmunagæslu og pólitískri baráttu sem nýtist öllu fötluðu fólki, og það er sífellt viðfangsefni. Afmælisgleðin verður haldin í aðgengilegu húsnæði NPA miðstöðvarinnar að Urðarhvarfi 8A, 2. hæð, 203 Kópavogi. Þar gefst frábært tækifæri til að kynna sér starfsemi miðstöðvarinnar, skoða húsnæðið, hitta starfsfólk og núverandi sem og fyrrverandi stjórnarfólk. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, mun flytja erindi um kl 15:30. Boðið verður upp á veitingar og ljúfa tóna. Öll eru hjartanlega velkomin og við hlökkum til að fagna tímamótunum með þér. Höfundar eru í stjórn NPA miðstöðvarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun