Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bryndís Fiona Ford, Ingunn Jónsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson skrifa 19. júní 2025 08:32 Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun