„Skömmin þín“ Jokka G. Birnudóttir skrifar 23. júní 2025 09:32 Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Jokka G. Birnudóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina. „Þú ert ekki nógu dugleg/ur að lesa” skömmin hlær og minnir þig á þessa setningu alla ævi „Þú hefur þyngst”, skömmin skrifar þessa setningu í líkamann og minnir þig á í hvert sinn er þú lítur í spegil „Heimilið þitt er ekki nógu fínt” , skömmin sér til þess að þú þurrkar af daglega og afsakar þig í hvert sinn er einhver vogar sér að líta inn í kaffi, rétt eins og þú eigir að hafa húsið þitt eins og Ikea bækling Þú reynir að ná stjórn á lífinu, aðstæðum í kringum þig og reynir að sjá til þess að ekkert fari úrskeiðis sem lýsir sér stundum sem meðvirkni, og eða stjórnsemi.Því meðan þú hefur stjórn, þá getur enginn séð hversu “stór” mistök þú ert. Skömmin á það líka til láta þig upplifa þú sért fyrir, þú passir ekki inn í kassann sem flestir aðrir virðast vera í. Vera ekki partur af heildinni, manneskjan er hjarðdýr sem vill tilheyra samfélagi, en skömmin sér til þess að þú upplifir þig oft hornreka í lífinu. Hún jafnvel fær þig til að gefast upp á verkefnum, námi, vinnu því hún lemur þig niður fyrir minnsta smáatriði. Út á við virkar það líkt og þú “nennir” ekki að klára verkefnin en inn á við verður lífið stundum þér um megn, þá er betra að hætta bara. Svona heldur þetta áfram, skömmin nagar þig og meðan þú veist ekki hvaðan hún kemur fær hún frið til að vaxa líkt og arfi í beði. Skömm er þung, erfið og fær þig til að efast um hvert einasta spor sem þú tekur í lífinu, þú jafnvel setur ábyrgðina á aðra í kringum þig. „Hvað finnst þér ég eigi að mennta mig í?, á ég að fara til vinstri eða hægri?” Ef þú tekur sjálfstæða ákvörðun þarftu að fara marga hringi og spyrja alla í kringum þig áður en þú tekur hana, og ef einhver er ekki sammála þér upplifir þú hafir gert misök. Öll litlu mistökin sem allir gera í lífinu verða helmingi stærri , flestir gera mistök , læra af þeim og halda áfram. Skömmin sér til þess þú manst þau öll. “Manstu þegar þú helltir kaffi yfir nýja hvíta dúkinn í veislunni? Manstu þegar þú sagðir þetta og allir hlógu að þér? Manstu, manstu, manstu?” Já þú manst, og skömmin hellist yfir þig líkt og heit sósa yfir steik. Þú manst. Það er æfing að losa sig við skömm, það er að ná meðvitund og gera sér grein fyrir hvaðan hún kemur, og hún er ekki þín. Skömmin á ekki heima hjá þér, hún á heima þar sem hún varð til, hjá þeim sem beittu ofbeldinu, ekki þeim sem varð fyrir því. Fyrsta skrefið er að átta sig á henni, uppræta hana, senda hana þangað sem hún á heima. Læra að þú sért nóg, að þú sért jafn mikilvæg manneskja og allir hinir, læra að lífið er fallegt ferðalag þar sem þú þarft ekki að bera þig saman við aðra, heldur er þetta þitt líf, þín leið. Síðast en alls ekki síst, þú átt allt gott skilið. Höfundur vinnur með þolendum ofbeldis.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar