„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. júní 2025 13:02 Dagur B. Eggertsson leiðir Íslandsdeild þings Atlantshafsbandalagsins og búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti mæti til Haag í kvöld. Vísir/Getty/Einar Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála. Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins. NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Á fundinn í Hollandi koma leiðtogar allra bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins og þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingar leiðir Íslandsdeild NATO þingsins og hann segir hagsmuni Íslands felast í að Atlantshafsbandalagið sýni samstöðu og komi samhent af fundinum. Hann segir breiðan skilning ríkja á sérstöðu Íslands sem herlaus þjóð. „Það er auðvitað verið að tala um mjög mikla aukningu í varnarútgjöldum hjá þjóðum sem eru með her, upp í 3,5 prósent af þjóðarframleiðslu en síðan 1,5 prósent fyrir varnartengd útgjöld. Þar kemur Ísland við sögu en ekki í þessum beinlínis varnartengdu útgjöldum,“ sagði Dagur í samtali við fréttastofu Sýnar í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem landinu er gert að fjárfesta í. Fundurinn í Hollandi er haldinn í skugga stríðsátakanna í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Dagur segir að Ísland muni áfram sýna skýran stuðning við Úkraínu og býst við því sama af NATO. „Þó við séum herlaus þjóð þá höfum við tekið fullan þátt þar. Ég á ekki von á öðru en að NATO muni undirstrika áframhald á því. Þó það sem sé að gerast sé að Evrópa er að axla stærri og stærri hlut af þeim stuðningi en áður voru Bandaríkin lang, lang stærst á því sviði.“ Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi til Haag í kvöld. Hann tekur þátt í kvöldverði leiðtoga bandalagsríkjanna í kvöld og fundi þeirra á morgun. Þar verður Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fulltrúi Íslands. „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki. Ég held að ég lýsi því bara best þannig að fólk haldi niðri í sér andanum hvað það varðar.“ Fjöldi funda fram undan Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að á hátíðarkvöldverðinum verði einnig meðal gesta forseti Úkraínu, leiðtogar Evrópusambandsins (ESB), forsætisráðherra Nýja Sjálands og háttsettir fulltrúar Japans, Suður Kóreu og Ástralíu verða jafnframt meðal gesta. Á sama tíma muni utanríkisráðherrar bandalagsins í NATO-Úkraínuráðinu funda um stöðu mála í Úkraínu með utanríkisráðherra landsins og utanríkismálastjóra ESB. Þá muni einnig funda varnarmálaráðherrar bandalagsríkja um varnir og skuldbindingar bandalagsins í ljósi gjörbreytts öryggisumhverfis á Evró-Atlantshafssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu fer á morgun fram formlegur fundur leiðtoga bandalagsríkja þar sem framlög til varnarmála, ný viðmið og jafnari byrðir verða ofarlega á blaði, sem og ógnin frá Rússlandi og friðarumleitanir og stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu. Hægt er að fylgjast með dagskrá leiðtogafundarins á vefsíðu Atlantshafsbandalagsins.
NATO Donald Trump Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira