Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. júní 2025 11:02 Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Landamæri Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun