Fasteignagjöld eru lág í Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2025 18:31 Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Fasteignamarkaður Samfylkingin Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu fram tillögu gegn auknum tekjum í borgarsjóð. Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári – eða heila átta milljarða á einu kjörtímabili? Fyrir hverja vill Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn niðurgreiða húsnæði? Hvernig fá sveitarfélög tekjur? Tekjuöflun sveitarfélaga er takmörkuð á meðan ríkið hefur miklu meira svigrúm til að afla tekna. Reglulegar tekjur sveitarfélaga koma aðallega úr þremur áttum; frá fasteignaeigendum í sveitarfélaginu, frá vinnandi íbúum sem búa í sveitarfélaginu og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í borginni okkar er gjaldtaka hófleg í samanburði við sveitarfélögin í kringum okkur en hlutfall fasteignagjalda er lægra í Reykjavík en það var fyrir áratug og er með þeim lægstu á landinu. Raunar eru bara eitt sveitarfélag sem er með lægra hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði en Reykjavík, Kópavogur. Í því sambandi má nefna að Kópavogur fær tæplega 1,2 milljarða í framlög í ár til grunnskóla og með börnum af erlendum uppruna í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á meðan Reykjavíkurborg eitt sveitarfélaga á landsvísu hefur ekki fengið þetta framlag með sínum grunnskólum né börnum af erlendum uppruna. Það myndi heyrast hátt í bæjarstjóra Kópavogs ef sá tekjustofn yrði tekinn af Kópavogi, vegna þess að tekjur skipta máli fyrir sjóðstreymi sveitarfélaga - líka Reykjavík. Miklir afslættir fasteignagjalda fyrir tekjulága Það hefur lengi verið pólitískur vilji meirihlutans í Reykjavík að koma til móts við tekjulægstu hópa samfélagsins, líka þeirra sem eiga fasteignir, einmitt til að tryggja húsnæðisöryggi. Um er að ræða mótvægisaðgerðirfyrir eldra fólk og örorkuþega, að vissum skilyrðum uppfylltum. Um er að ræða afslátt á bilinu 50-100% af fasteignagjöldum og ráða tekjur fólks hve mikinn afslátt er hægt að fá. Einstaklingar með undir 5,7 milljónir króna í árslaun og hjón með samanlagðar tekjur undir 8 milljónum greiða engin fasteignagjöld, fá 100% afslátt. Í ár er áætlað að 600 milljónir króna fari í þennan stuðning, eða samtals tæplega 2,2 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Heilt yfir þá eru fasteignaskattar ekki háir í Reykjavík. Að halda öðru fram lélegur áróður til að reyna að breiða yfir þá skýru staðreynd að Reykjavík er vel rekið sveitarfélag með sanngjarnar álögur, sem sinnir félagslegri þjónustu langt umfram önnur sveitarfélög. Einar áttavillti tekur U-beygju Fyrsta kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins er komið í loftið núna 11 mánuðum fyrir kosningar. Þeir virðast ætla að róa í sömu hugmyndafræðilegu átt, niðurgreiða húsnæði fyrir efnameira fólk á kostnað þeirra tekjulægri og hafna tekjum í borgarsjóð upp á tæplega tvo milljarða króna. Fyrrum borgarstjóri og oddviti Framsóknar ætti að vita betur. Vita hversu mikilvægur tekjustofn kemur inn til borgarinnar af fasteignum. Það er mikið hægt að gera fyrir tæplega tvo milljarða króna á ári, 8 milljarða á kjörtímabili, eins og að koma betur til móts við viðkvæmustu hópana í samfélaginu Í þessu kristallast að þessir flokkar vilja auka á ójöfnuð í Reykjavík. Það er líka mikil hræsni fólgin í því að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn uppbyggingu óhagnaðardrifin húsnæðis og vill alls ekki að samneyslan tryggi húsnæði fyrir tekjulægri hópa, mæli flokkurinn á sama tíma fyrir niðurgreiðslu á húsnæðiskostnaði fólks sem hefur efni á því að borga hóflegt gjald í samneysluna. Það er áhugavert að Framsóknarflokkurinn virðist kominn á sama stað, stokkinn hugmyndafræðilega um borð í bát Sjálfstæðisflokksins. Eða er bara um að ræða popúlískar beitur stjórnmálaflokks sem rær sinn lífróður í skoðanakönnunum ? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun